Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 17:22 Ferðalagið verður ekki með sama sniði og áður þegar Icelandair hefur daglegt áætlunarflug 15. júní. Farþegar og áhöfn þurfa að vera með grímur og engin matarþjónusta verður um borð. Vísir/Vilhelm Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49