Fjarlægja „Don‘t mention the war“-þátt Hótels Tindastóls Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 07:53 Basil Fawlty í túlkun John Cleese í umræddum þætti. Skjáskot Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“ Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Streymisveita í eigu breska ríkissjónvarpsins BBC hefur fjarlægt einn þátt úr þáttaröðinni Hótel Tindastól (e. Fawlty Towers) – þátt þar sem hóteleigandinn Basil Fawlty, í túlkun leikarans John Cleese, fer ítrekað með setninguna „Ekki minnast á stríðið” eða „Don’t mention the war“. Framleiðslufyrirtæki og streymisveitur hafa síðustu daga fjarlægt einstaka þætti og þáttaraðir af veitum sínum í kjölfar mótmæla í tengslum við dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Þannig hafa BBC og Netflix fjarlægt gamanþættina Little Britain sökum gagnrýni í garð atriða þar sem leikarinn David Walliams er málaður svartur í framan. Talsmaður BBC segir að ákveðið hafi verið að fjarlægja Little Britain þar sem „tímarnir hafi breyst“. Einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar Fawlty Towers var fyrst sýndur á áttunda áratug síðustu aldar og er einn vinsælasti gamanþáttur sögunnar. Alls voru þáttaraðirnar tvær og þættirnir í heildina tólf. Segir þar frá hóteleigandanum misheppnaða Basil Fawlty, eiginkonu hans Sybil, spænska þjóninum Manuel og þjónustustúlkunni Polly og samskiptum þeirra við gesti hótelsins. Guardian segir nú frá því að búið sé að fjarlægja einn þátta Fawlty Towers, en í þættinum gistir þýsk fjölskylda á hótelinu. Eigandi hótelsins, Basil Fawlty, sem hefur þá fengið höfuðhögg, leggur þar mikla áherslu á að starfsfólk hótelsins skuli alls ekki minnast á „stríðið“ við gestina. Sömuleiðis er mikið um setningar sem einkennast seint af pólitískri rétthyggju. Fara reglulega yfir þættina Í umræddum þætti, sem var fyrst frumsýndur árið 1975, er einnig að finna aðriði þar sem Basil Fawlty virðist í áfalli þegar hann vaknar á sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið og sér að yfir honum stendur svartur læknir. Guardian segir frá því að talsmaður streymisveitunnar UKTV hafi ítrekað neitað að segja til um ástæður þess að þátturinn hafi verið fjarlægður eða þá hvort að ákvörðunin sé varanleg. „Við tjáum okkur ekki um einstaka titla. En við förum reglulega í gegnum þættina okkur, klippum, bætum við viðvörunum, breytum sýningartíma – sem er nauðsynlegt til að tryggja að rásir okkar mæti væntingum áhorfenda.“
Bíó og sjónvarp Dauði George Floyd Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira