Skjálftahrina varð norður af Grindavík í morgun. Á vef Veðurstofunnar segir að skjálfti af stærðinni 2,8 hafi orðið klukkan 4:44 og annar af stærðinni 2,9 klukkan 6:54.
Fyrri skjálftinn varð 3,5 kílómetrum norðnorðvestur af Grindavík og sá seinni 4,6 norður af bænum.
Samkvæmt gögnum frá 26. maí eru eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn, en óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.