Sport

Frábær veiði á ION svæðinu

Karl Lúðvíksson skrifar
Það hafa verið að veiðast stórir urriðar eins og venjulega á ION svæðinu á Þingvöllum
Það hafa verið að veiðast stórir urriðar eins og venjulega á ION svæðinu á Þingvöllum Mynd: Ion fishing FB

Það hafa líklega allir veiðimenn heyrt um ION svæðið á Þingvöllum en þetta er án efa besta stórurriðasvæði sem hægt er að komast á í heiminum.

Veiðin hefur verið frábær á þessu tímabili og þrátt fyrir að það sé komið inn í júní er ekkert lát á góðri veiði. Jóhann Rafn Hafnfjörð sem sæer um svæðið birti til að mynda færslu þar sem hann a´samt fríðu föruneyti var við veiðar og var afrakstur dagsins 50 urriðar í heldur slæmum veðurskilyrðum. Það er samt þannig með þetta svæðið að versta veðrið er oft besta veðrið. Eftirspurnin eftir dögum er slík að þrátt fyrir að einhverjir útlendingar hafi ekki komist til landsins til að veiða er slegist um þá lausu daga sem eru til og eftir því sem við vitum þá eru kannski tveir eða þrír dagar lausir.

Það er bara þannig að þegar þú kemst í jafn góða veiði á jafn stórum fiskum og á svæði ION þá verður önnur veiði á silung oft heldur tíðindalítil í samanburðinum. Þetta geta þeir sagt með fullvissu sem hafa sett í 20 punda urriða sem tekur 200 metra undirlínu út í einum sprett. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×