Innlent

FFÍ og Icelandair funda aftur í hádeginu

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Enn er reynt að ná samningi.
Enn er reynt að ná samningi.

Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair var slitið skömmu fyrir klukkan tvö í nótt eftir um sextán tíma samningalotu.

Fundur samninganefndanna hófst klukkan hálf tíu í morgun og hefur staðið sleitulaust frá því þá. Báðar nefndir hafa lagt sig fram og uppbyggilegt samtal hefur átt sér stað í allan dag. Helsta ágreiningsefnið er starfsöryggi flugfreyja og -þjóna sem og fleiri vinnustundir fyrir sömu laun.

Fundurinn í gær átti að standa til klukkan 14:00 en lengdist töluvert og má leiða að því líkum að samninganefndirnar hafi átt viðræður sem hafi skilað einhverjum árangri því nýr fundur hefur verið boðaður á hádegi í dag.

Frá upplýsingafundi FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands.

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu í gær að viðræðurnar væru þungar, erfiðar og flóknar. Í upphafi hafi ágreiningsefnin verið fimmtíu en að þeim hafi fækkað.

Fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair er 29. júní til 2. júlí og freistar flugfélagið þess að safna 29 milljörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×