Þjóðadeild UEFA hefst í september og byrja strákarnir okkar á því að fá Englendinga í heimsókn þann 5.september næstkomandi.
UEFA birti í dag staðfesta uppfærða leikjaniðurröðun Þjóðadeildarinnar og verður riðlakeppnin spiluð í þremur leikjatörnum í september, október og nóvember.
Fyrsti leikur Íslands er gegn Englandi á Laugardalsvelli þann 5.september og þremur dögum síðar fara strákarnir til Belgíu.
Ísland leikur heima gegn Danmörku þann 11.október og svo gegn Belgíu 14.október. Koma þeir leikir í kjölfarið af umspilsleiknum gegn Rúmeníu þann 8.október.