N1 mótið hefst í dag: Aldrei fleiri lið skráð til leiks 1. júlí 2020 12:15 N1 mótið á Akureyri hefst í dag. Vísir/N1 Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1. Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.
Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira