Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:32 Síminn var á miðvikudag dæmdur til að greiða sjö milljóna króna stjórnvaldssekt vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum. Vísir/Hanna Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Síminn krafðist þess einna helst að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að leggja níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum yrði felld úr gildi. Þá var Símanum gert að greiða Gagnaveitu Reykjavíkur rúmar 3,7 milljónir í málskostnað. Stjórnvaldssektin var hins vegar lækkuð um tvær milljónir króna og ber Símanum því að greiða 7 milljónir í stjórnvaldssekt. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér að mati Póst- og fjarskiptastofnunar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis í hitt í fyrra, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Héraðsdómur ógilti þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar um að Símanum hafi borið að semja við Vodafone um afhendingu á ólínulegu sjónvarpsefni til dreifingar fyrir fjarskiptanet Vodafone. Símanum hafi þó borið að semja við Gagnaveitu Reykjavíkur um dreifingu sjónvarpsefnis síns yfir fjarskiptanet Gagnaveitunnar ásamt fjarskiptanets Mílu. Málið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans fyrir kerfi Vodafone. Árið 2018 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, þurftu að vera með myndlykil frá Símanum til að fá aðgang að efninu. Áskriftin var þar með aðeins í boði í gegn um dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Með ákvæðinu á notendum að vera gert kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Með því eigi að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem bjóða bæði upp á myndefni og fjarskiptanet, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti aðstöðu sína. Úrlausn Símans ekki fullnægjandi Eftir úrskurð PFS greip Síminn á það ráð að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst 2018. Viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja var því gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá símanum auk þess að kaupa áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Áskriftin kostaði þá 6.000 krónur á mánuði og myndlykillinn kostaði 2.000 krónur aukalega. Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu lausnina hins vegar ekki fullnægjandi og töldu félögin framsetninguna, verðlagningu og gæði lausnar Símans beindu viðskiptum viðskiptamanna í raun að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans. Félögin kvörtuðu í kjölfarið til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir lausn Símans. Málið var tekið fyrir hjá PFS í nóvember 2019 og var niðurstaða stofnunarinnar sú að Síminn hafi ekki leyst úr umkvörtunarefninu á fullnægjandi hátt. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið upp á, meðal annars Heimilispakkann. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Fjarskipti Neytendur Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Síminn krafðist þess einna helst að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að leggja níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann vegna ítrekaðra brota á fjölmiðlalögum yrði felld úr gildi. Þá var Símanum gert að greiða Gagnaveitu Reykjavíkur rúmar 3,7 milljónir í málskostnað. Stjórnvaldssektin var hins vegar lækkuð um tvær milljónir króna og ber Símanum því að greiða 7 milljónir í stjórnvaldssekt. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér að mati Póst- og fjarskiptastofnunar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis í hitt í fyrra, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Héraðsdómur ógilti þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar um að Símanum hafi borið að semja við Vodafone um afhendingu á ólínulegu sjónvarpsefni til dreifingar fyrir fjarskiptanet Vodafone. Símanum hafi þó borið að semja við Gagnaveitu Reykjavíkur um dreifingu sjónvarpsefnis síns yfir fjarskiptanet Gagnaveitunnar ásamt fjarskiptanets Mílu. Málið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans fyrir kerfi Vodafone. Árið 2018 úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hefði brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, þurftu að vera með myndlykil frá Símanum til að fá aðgang að efninu. Áskriftin var þar með aðeins í boði í gegn um dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Með ákvæðinu á notendum að vera gert kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Með því eigi að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem bjóða bæði upp á myndefni og fjarskiptanet, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti aðstöðu sína. Úrlausn Símans ekki fullnægjandi Eftir úrskurð PFS greip Síminn á það ráð að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst 2018. Viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja var því gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá símanum auk þess að kaupa áskrift að Sjónvarpi Símans Premium. Áskriftin kostaði þá 6.000 krónur á mánuði og myndlykillinn kostaði 2.000 krónur aukalega. Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu lausnina hins vegar ekki fullnægjandi og töldu félögin framsetninguna, verðlagningu og gæði lausnar Símans beindu viðskiptum viðskiptamanna í raun að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans. Félögin kvörtuðu í kjölfarið til Póst- og fjarskiptastofnunar yfir lausn Símans. Málið var tekið fyrir hjá PFS í nóvember 2019 og var niðurstaða stofnunarinnar sú að Síminn hafi ekki leyst úr umkvörtunarefninu á fullnægjandi hátt. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið upp á, meðal annars Heimilispakkann. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Fjarskipti Neytendur Fjölmiðlar Dómsmál Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15