Innlent

Gul viðvörun á Suðausturlandi frá miðnætti

Andri Eysteinsson skrifar
Viðvörunin tekur gildi á miðnætti.
Viðvörunin tekur gildi á miðnætti. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðausturlandið frá og með miðnætti. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að búast megi við snörpum vindhviðu austan Öræfa sem gætu skapað hættu fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka mikinn vind.

Á Suðurlandinu verður þó hlýjast á morgun en hiti á landinu verður á bilinu 6 til 16 stig.

Í dag verður vindáttin að mestu hæg og norðlæg en á Norðurlandi Eystra mun bæta í vind með kvöldinu. Líkur eru á síðdegisskúrum á suðurlandi og við norðausturströndina. Hiti fyrir norðan verður sjö til tólf stig vegna þess svala lofts sem norðanáttin ber með sér. Syðra verður hitinn allt að 17 stigum.

Hægar mildar vestlægar áttir verða ríkjandi í vikunni, skýjað verður með köflum og væta í flestum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×