Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 14:49 Ríksistjórnarfundur og blaðamannafundur vegna samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að taka þurfi upp aðra nálgun á kórónuveiruskimanir hér á landi, í ljósi þess að Íslensk erfðagreining (ÍE) hyggist hætta aðkomu sinni að þeim. Hann leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækið hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE tilkynnti í aðsendri grein á Vísi í dag að fyrirtækið hygðist hætta skimunum fyrir veirunni og hætta einnig öllum veirutengdum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni. Kári sakaði einnig Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um virðingarleysi gagnvart Íslenskri erfðagreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi, inntur eftir viðbrögðum við tilkynningu Kára, að hann eigi eftir að funda með sínu fólki um málið. Þessar nýju vendingar muni þó fela í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi skimunar. „Það er ljóst að við þurfum að taka upp aðra nálgun í ljósi þessa,“ segir Þórólfur. Var þetta kannski viðbúið miðað við það sem áður hefur komið fram? „Ég veit það nú ekki, ég get kannski ekki alveg sagt það. En auðvitað er fyrirtækið Íslensk erfðagreining í öðrum störfum og eru búin að hliðra öllu til hliðar á meðan á þessu stendur, og auðvitað vissi maður það að það kæmi að einhverjum endapunkti þar, þau eru í öðrum verkefnum,“ segir Þórólfur. „Þau eru búin að vinna frábært starf fyrir okkur öll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36 Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00 Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands Katrín, í byrjun mars þegar Covid-19 faraldurinn fór að sækja í sig veðrið á Íslandi buðumst við hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) til þess að skima eftir veirunni í samfélaginu almennt meðan heilbrigðiskerfið skimaði eftir henni í þeim sem voru lasnir eða komu frá svæðum þar sem talin var mikil hætta á smiti. 6. júlí 2020 13:36
Þrír greindust með smit við skimun á landamærum í gær Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn. 6. júlí 2020 11:00
Hafa engar áhyggjur af frekari útbreiðslu í Færeyjum Fyrsta smitið í rúmlega tvo mánuði greindist í Færeyjum um helgina. 6. júlí 2020 10:43