Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“ Sylvía Hall skrifar 6. júlí 2020 16:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að ÍE myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni hér á landi frá og með deginum í dag. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni þar sem hún segir framlag ÍE hafa verið ómetanlegt. Þeim yrði seint fullþakkað fyrir þátttöku sína enda hefði baráttan við faraldurinn verið mun erfiðari og þungbærari ef þau hefðu ekki boðið fram aðstoð sína. Katrín segist hafa tekið vel í erindi Kára um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis svo hægt væri að byggja upp reynslu og þekkingu til þess að takast á við faraldra framtíðarinnar. Kári sagði hins vegar að Katrínu þætti vandamálið ekki jafn brátt og þeim hjá ÍE. „Kári Stefánsson segir í opnu bréfi sínu að sér finnist að þessi vinna verði að ganga hraðar fyrir sig. Ég get vel fallist á það sjónarmið og við munum gera okkar til þess að unnið verði eins hratt og örugglega framast er kostur. Að sjálfsögðu vonast ég til þess að í þessu mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra,“ skrifar Katrín. Katrín segir ákvörðun hafa verið tekna um að ráða sérstakan verkefnisstjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir og efla innviði heilbrigðiskerfisins til þess að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Það taki þó sinn tíma. „Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þurfa nú að taka upp aðra nálgun Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að Íslensk erfðagreining hafi unnið frábært starf í þágu þjóðarinnar. 6. júlí 2020 14:49
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45