Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 10:49 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira