Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:06 Aðalsteinn var að vonum ánægður með niðurstöðu fundarins, sem lauk með undirritun kjarasamnings. Vísir/Vésteinn Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Sjá meira