Jarðskjálfti á Reykjanesi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 23:47 Samkvæmt Veðurstofunni varð skjálftinn skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Loftmyndir Snarpur jarðskjálfti sem var 5 að stærð varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan 23:36 í kvöld, samkvæmt fyrstu niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Unnið er að nánari staðsetningu og stærðarútreikngum. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur í Landeyjar og upp í Holta- og Landssveit á Suðurlandi, sem og vestur á Akranes, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Veðurstofunni hafa einnig borist óstaðfestar tilkynningar um grjótrhun úr Fagradalsfjalli, en í samtali við Vísi sagði náttúruvársérfræðingur hjá stofnuninni að ein náttúruvá, til dæmis jarðskjálfti, gæti oft leitt til annarrar, til að mynda grjóthruns. Skjálftinn er skráður 5 að stærð, þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli, í óyfirförnum frumniðurstöðum sem finna má á vef Veðurstofunnar. Margir minni eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti 3,5 að stærð klukkan 00:08, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum. Sá skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, samkvæmt ábendingum sem fréttastofu hafa borist. JARÐSKJÁLFTI— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 19, 2020 Alvöru jarðskjálfti hér í gamla vesturbænum - eitt stykki titrandi fjölbýlishús. Eru landsmenn ekki allir óhultir? #skjálfti— Isold Uggadottir (@IsoldUggadottir) July 19, 2020 Þessi skjálfti titraði sæmilega í Árbænum. Hasar í Grindavík?— Sigfús Örn (@sigfusorn) July 19, 2020 Skjálfti! 🦖— Nína Richter (@Kisumamma) July 19, 2020 Okei hvað var þetta stór jarðskjálfti!? Verður eldgos í Reykjavík? Hvar eru jarðskjálftafræðingarnir!?!— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) July 19, 2020 Jarðskjálfti!! Fannst vel hér á Nesinu.— Árni Helgason (@arnih) July 19, 2020 Í tilkynningu frá almannavörnum segir að um 700 skjálftar hafi orðið við Fagradalsfjall í dag og viðbúið sé að þeir verði fleiri. Fólk er hvatt til að kynna sér viðbrögð vegna jarðskjálfta sem finna má hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti sem var 5 að stærð varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um klukkan 23:36 í kvöld, samkvæmt fyrstu niðurstöðum á vef Veðurstofunnar. Unnið er að nánari staðsetningu og stærðarútreikngum. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur í Landeyjar og upp í Holta- og Landssveit á Suðurlandi, sem og vestur á Akranes, ef marka má færslur á samfélagsmiðlum. Veðurstofunni hafa einnig borist óstaðfestar tilkynningar um grjótrhun úr Fagradalsfjalli, en í samtali við Vísi sagði náttúruvársérfræðingur hjá stofnuninni að ein náttúruvá, til dæmis jarðskjálfti, gæti oft leitt til annarrar, til að mynda grjóthruns. Skjálftinn er skráður 5 að stærð, þrjá kílómetra norður af Fagradalsfjalli, í óyfirförnum frumniðurstöðum sem finna má á vef Veðurstofunnar. Margir minni eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfar stóra skjálftans, sá stærsti 3,5 að stærð klukkan 00:08, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum. Sá skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, samkvæmt ábendingum sem fréttastofu hafa borist. JARÐSKJÁLFTI— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) July 19, 2020 Alvöru jarðskjálfti hér í gamla vesturbænum - eitt stykki titrandi fjölbýlishús. Eru landsmenn ekki allir óhultir? #skjálfti— Isold Uggadottir (@IsoldUggadottir) July 19, 2020 Þessi skjálfti titraði sæmilega í Árbænum. Hasar í Grindavík?— Sigfús Örn (@sigfusorn) July 19, 2020 Skjálfti! 🦖— Nína Richter (@Kisumamma) July 19, 2020 Okei hvað var þetta stór jarðskjálfti!? Verður eldgos í Reykjavík? Hvar eru jarðskjálftafræðingarnir!?!— Þorsteinn V. (@idnadarmadurinn) July 19, 2020 Jarðskjálfti!! Fannst vel hér á Nesinu.— Árni Helgason (@arnih) July 19, 2020 Í tilkynningu frá almannavörnum segir að um 700 skjálftar hafi orðið við Fagradalsfjall í dag og viðbúið sé að þeir verði fleiri. Fólk er hvatt til að kynna sér viðbrögð vegna jarðskjálfta sem finna má hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira