Afla gagna úr myndavélum og símkerfum fyrir leitina Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 11:54 Lýst var eftir Ílónu um miðnætti. Vísir/vilhelm/lögreglan Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112. Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Aðgerðastjórn björgunarsveita og lögreglu hafa fundað í morgun og unnið úr gögnum sem gætu hjálpað til við leitina að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur sem lýst var eftir í gærkvöldi. Ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld. Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir leitarsvæðið hafa verið stækkað út eftir að lögregla fékk upplýsingar sem bentu til þess að hún gæti hafa farið austur á Húsavík. Leitarflokkar voru í kjölfarið kallaðir út og leituðu í nótt. „Símaupplýsingar gáfu til kynna að síminn hennar hafi verið í notkun. Út frá því erum við helst að vinna, það eru okkar helstu hjálpartæki þegar við erum í þessari stöðu – með litlar aðrar upplýsingar. Þá hjálpar það okkur hvar fólk hefur verið að nota símana sína,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Leitarhópar leituðu í nótt og fram undir morgun en að sögn Hermanns var þá útséð að ekki væri hægt að leita meir þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Var öllu leitarfólki gefin hvíld á meðan frekari upplýsinga var aflað og er gert ráð fyrir því að leit hefjist aftur um hádegisbil. „[Við erum] bæði að viða að okkur upplýsingum frá vegfarendum og úr ýmsum kerfum; myndavélum og slíku. Við sáum ekki ástæðu til að vera með fólk úti þannig við sendum alla í kvöld og væntum þess svo, þegar við fáum frekari upplýsingar um og eftir hádegi, að geta púslað saman menginu betur og fundið út hvar við skulum stíga niður fæti.“ Ílóna er þrítug og um það bil 170 sm á hæð, í meðallagi vaxin, með dökkt axlarsítt hár og með húðflúr á aftanverðum hálsi við hægra eyra. Hún er líklega klædd í dökkan fatnað samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þá helst í jogging föt, dökka dúnúlpu og með rauðbrúna prjónahúfu. Engar ábendingar hafa borist frá almenningi enn sem komið er en lögregla hvetur fólk til þess að hafa samband hafi það upplýsingar um ferðir hennar í síma 112.
Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Norðurþing Tengdar fréttir Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lýst eftir Ílónu Steinunni Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, til heimilis á Akureyri. 22. júlí 2020 00:43