Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 23:00 Henderson hefur verið frábær í marki Sheffield United undanfarin tvö ár. Hann er mögulega á leið til Chelsea eða Tottenham. Peter Powell/Getty Images Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Dean Henderson hefur vakið verðskuldaða athygli milli stanganna hjá Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Alls lék hann 36 leiki – þar af 13 leiki án þess að fá á sig mark – er nýliðar Sheffield komu öllum á óvart og enduðu í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af leiktíð. Henderson var á láni hjá Sheffield frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur gefið út að Henderson eigi framtíðina fyrir sér. Bæði hjá Man United sem og enska landsliðinu. Málið er hins vegar að Solskjær hefur einnig gefið út að David De Gea sé aðalmarkvörður liðsins og verði það áfram. Henderson – sem var einnig á láni hjá Sheffield er þeir komust upp úr ensku B-deildinni – vill ólmur spila fyrir Manchester United en er ekki tilbúinn að bíða að eilífu. Chris Wilder, þjálfari Sheffield, vill ólmur fá markvörðinn unga á láni þriðja árið í röð. Henderson telur þó að hann þurfi að spila í stærra liði til að geta sett almennilega pressu á Jordan Pickford, landsliðsmarkvörð Englands. Sheffield United 'looking to re-sign Aaron Ramsdale from relegated Bournemouth' with Dean Henderson heading back to Man United https://t.co/WLOfZg0GnR— MailOnline Sport (@MailSport) July 29, 2020 Samkvæmt heimildum Daily Mail þá er Chelsea tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Henderson sem mun ekki skrifa undir hjá Man Utd nema þeir gefi honum loforð um að hann geti náð stöðunni af De Gea. Þá er Chelsea tilbúið að borga honum 170 þúsund pund á viku. Frank Lampard virðist hafa fengið nóg af Kepa Arrizabalaga en félagið eyddi 72 milljónum punda í spænska markvörðinn fyrir aðeins tveimur árum. Lampard gekk meira að segja svo langt að bekkja Kepa í lokaleik tímabilsins fyrir Willy Caballero, sem verður samningslaus í sumar. José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, er að sama skapi líklegur til að leggja fram tilboð í Henderson en tími Hugo Lloris hjá félaginu er senn á enda. Mourinho er þó ekki tilbúinn að fara í verðstríð við Chelsea. Talið er að Sheffield muni snúa sér að Aaron Ramsdale, markverði Bournemouth, en hann fór frá Sheffield árið 2017. Mun hann kosta félagið í kringum 15 milljónir punda en þó nokkrir leikmenn Bournemouth eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir að það féll úr deild þeirra bestu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Ísland - Slóvakía | Mikið breytt landslið mætir Slóvökum Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti