Fótbolti

Einn efnilegasti leikmaður Íslands með slitið krossband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas mun ekki leika með yngri liðum Real Madrid fyrr en eftir áramót.
Andri Lucas mun ekki leika með yngri liðum Real Madrid fyrr en eftir áramót. Vísir/ElEspanol

Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á æfingu með unglingaliði Real Madrid. Er talið að hann verði frá keppni næstu sex mánuðina eða svo.

Andri Lucas gekk í raðir Spánarmeistaranna í júlí á síðasta ári. Þar áður var hann í herbúðum Espanyol en hann á málá Barcelona sem barn, enda karl faðir hans leikmaður liðsins á sínum tíma. Félagaskipti Andra voru nægilega stór til að Sky Sports fjallaði um þau.

Andri Lucas er talinn mikið efni og var hann á lista The Guardian yfir efnilegustu leikmenn heims sem fæddir eru árið 2002. Kom listinn út í október á síðasta ári.

„Sterkur líkamlega, góður í loftinu, fljótur og tæknilega góður ásamt því að geta klárað með bæði hægri og vinstri,“ segir í umsögn Guardian.

„Ef hann heldur áfram á sömu braut verða stjórnarmenn Real Madrid í skýjunum með að hafa stolið jafn góðum leikmanni og raun ber vitni,“ segir einnig.

Vefmiðillinn Goal hefur einnig fjallað ítarlega um veru Andra hjá Real en yngri bróðir hans, Daniel Tristian, er einnig í röðum félagsins.

Andri Lucas hefur leikið 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 14 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×