Innlent

Tíu ný innanlandssmit bætast við

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi í vor.
Frá skimun fyrir kórónaveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi í vor. Vísir/Vilhelm

Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. Ríkisstjórnin tilkynnti um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna þess í dag.

Af nýju smitunum greindust níu á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og einn hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tveir bíða niðurstaðna úr mótefnamælingu eftir skimun á landamærunum samkvæmt nýjustu tölum á upplýsingavef almannavarna Covid.is.

Greint var frá því í morgun að einn hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar og er það í fyrsta skipti frá því á vormánuðum sem það gerist. Nú eru 215 manns í sóttkví.

Ríkisstjórnin greindi frá því að hert samkomubann tæki gildi á hádegi á morgun. Hámarksfjöldi sem má koma saman verður þá hundrað í stað fimm hundruð áður. Þá verður tveggja metra fjarlægðarregla gerð að skyldu aftur.

Fréttin hefur verið uppfærð en í henni stóð upphaflega að innanlandssmitin hefðu verið níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×