Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:00 Ragnar Sigurðsson kann afar vel við sig á Parken og á í góðu sambandi við stuðningsmenn FC Köbenhavn. VÍSIR/GETTY „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
„Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30
Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30