Hjörtur undir smásjá Bielsa og Leeds United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 14:00 Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Hann gæti nú verið á leið til Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn – og hægri bakvörðurinn – Hjörtur Hermannsson gæti leikið með Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta kemur fram á vef The Athletic en þar er farið yfir hvað Leeds vill gera á leikmanna-markaðnum til að liðið verði samkeppnishæft í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Farið er yfir víðan völl og fer mikið púður í að ræða varnarmanninn Ben White. Sá lék allar mínútur Leeds er liðið vann ensku B-deildina í vetur og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í 16 ár. White var á láni frá Brighton & Hove Albion og eflaust vill Graham Potter nýta hæfileika White á komandi tímabili. Brighton er hins vegar með vel skipulagða vörn og voru nýverið að fjárfesta í Joel Veltman – hollenskum landsliðsmanni frá Ajax. Því eru miklar líkur á að Leeds fái samþykkt tilboð sitt í White. Ef það gengur ekki eftir þá er annað nafn á blaði. Leikmaður sem er talinn svipa til White á velli. Það er Hjörtur Hermannsson, íslenski varnarmaðurinn sem spilar með Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni. „Hermannssyni líður vel með boltann og tölfræði hans – bæði hvað varðar sendingar og almennan varnarleik – svipar til White,“ segir í grein Phil Hay og Tom Worville á The Athletic. Leeds plan to back Marcelo Bielsa in the transfer market but are likely to focus on players already in England, including Championship stars #LUFC fans, don t expect Cavani... | @PhilHay_ & @Worvillehttps://t.co/KP8FnmHnFu— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 31, 2020 Fjöldi leikmanna eru nefndir sem möguleg skotmörk í greininni. Markverðirnir Emiliano Martinez [Arsenal] og Sergio Romero [Mancester United] eru á listanum. Ollie Watkins, og Said Benrahma hjá Brentford eru nefndir á nafn ásamt Joe Gelhardt [Wigan Athletic], Emiliano Buendia [Norwich City] og Ronan Curtis [Portsmouth]. Hvað varðar varnarmenn á er Haydon Roberts, samherji White hjá Brighton, nefndur á nafn ásamt Ben Wilmots, leikmanni Watford. Og svo Hjörtur. Hinn 25 ára gamli Hjörtur er uppalinn hjá Fylki hér á landi. Hann hefur verið í herbúðum Bröndby síðan 2016. Þar áður var hann í herbúðum PSV í Hollandi. Hjörtur á að baki 14 A-landsleiki sem og 59 fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að Bielsa er með mörg nöfn á blaði og alls óvíst hvort Hjörtur muni leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Að þeir Hay og Worville nefni Hjört þó yfir höfuð á nafn þýðir hins vegar að Bielsa hefur látið fylgjast með Íslendingnum. Hvað gerist verður svo bara að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Danski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira