Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum sýnum við frá sögulega einstakri athöfn þegar Guðni Th. Jóhannesson sjötti forseti lýðveldisins sór embættiseið sinn öðru sinni að viðstöddu fámenni vegna sóttvarna. Athöfnin var í senn lágstemmd og hátíðleg og setti val Guðna á lagi og ljóði Bubba Mortens, Fallegur dagur, fallegan blæ á athöfnina. Forsetinn bað þjóðina að sýna samstöðu og styrk í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og undirstrikaði að þótt forsetinn ætti að vera sameiningartákn þýddi það ekki að hann ætti ekki að tjá sig.

Við förum yfir stöðuna í baráttunni við faraldurinn og kíkjum til Vestmannaeyja þar sem margir hafa tjaldað í garðinum hjá sér í anda þjóðhátíðar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×