Viðskipti innlent

Bein útsending: Setningarathöfn Gagnaþons fyrir umhverfið

Atli Ísleifsson skrifar
107893532_121712492932555_6085605315703829012_o

Gagnaþon fyrir umhverfið hefst í dag með athöfn þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mun setja viðburðinn.

Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem opin öllum og fer fram stafrænt dagana 12. til 19. ágúst. Þar munu þátttakendur þróa lausnir byggðar á opinberum gögnum umhverfinu til góða.

Þátttakendur vinna saman í tveggja til fimm manna teymum yfir heila viku með stuðningi leiðbeinanda. Hægt er að keppa í þremur flokkum – besta gagnaverkefnið, endurbætt lausn og svo besta hugmyndin. Úrslit verða svo kunngjörð 26. ágúst.

Hægt er að fylgjast með útseningunni í spilaranum að neðan, en viðburðurinn hefst klukkan 13.



Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru framkvæmdaraðilar verkefnisins ásamt öðrum opinberum stofnunum sem leggja fram gangasett. Aðrir samstarfsaðilar eru HÍ, HR, HA, Félagsvísindasvið HÍ, forsætisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×