Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 16:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir teiknar upp níu mismunandi útfærslur á aðgerðum á landamærunum fyrir ráðherra. Almannavarnir Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. Hann segir engan þeirra gallalausan en suma þó betri en aðra. Það sé hans mat að áhrifaríkast væri að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum. Frá því að tekið var upp á því að skima ferðamenn á landamærunum við komuna til landsins hafa rúmlega 30 einstaklingar greinst með virkt smit. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafa að einangra umrædda einstaklinga og þannig komið í veg fyrir frekari útbreiðslu. Hins vegar hafi tvö afbrigði veirunnar náð að komast fram hjá skimuninni og valda hér faraldri með alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum. Sóttvarnalæknir segir þó að almennt megi fullyrða að skimanir á landamærunum „hafi gefið góðar upplýsingar um smithættu frá ferðamönnum og að þær hafi einnig verið áhrifaríkar við að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands.“ Engin aðgerð fullkomin Þórólfur reifar níu útfærslur á aðgerðum á landamærunum í minnisblaði sínu til ráðherra, aðgerðir sem hann segir hafa mest verið til umræðu undanfarið. Þær verða birtar hér að neðan, eins og þær birtast í minnisblaðinu. Þórólfur segir að engin þessara aðgerða geti komið algerlega í veg fyrir að kórónuveiran berist til landsins. Skimun á landamærum geti takmarkað fjölda ferðamanna og jafnframt dregið úr líkum á að veiran berist hingað. Aftur á móti sé það hans mat að aðgerðin sem lýst er í fimmta liðnum hér að neðan sé áhrifaríkust. Aðrar aðferðir hafa mismunandi kosti og galla en eru ekki jafn áhrifaríkar. Nú er það í höndum ráðherra að ákveða hvaða leið skuli verða fyrir valinu. Aðgerðirnar sem Þórólfur listar eru eftirfarandi: Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar 1. Aðgangur ferðamanna til landsins verði óheftur. Skimunin frá 15.6.2020 sýnir að líkur á að hingað komi smitandi einstaklingar eru ekki miklar en hins vegar hefur komið ljós að smit frá einum ferðamanni getur orðið að faraldri innanlands með alvarlegum afleiðingum. Ég mæli því alls ekki með þessum kosti á þessari stundu sérstaklega í ljósi þess að faraldurinn er í miklum vexti víða í heiminum. Miklar líkur eru á þessi ráðstöfun leiði til útbreidds faraldurs sem erfitt yrði að ráða við og myndi líklega valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið með alvarlegum afleiðingum. 2. Beitt verði ítrustu hömlum á komur einstaklinga hingað til lands. Ýmsar leiðir kunna að verða möglegar til að stöðva komur einstaklinga hingað til lands og ekki á færi sóttvarnalæknis að nefna hverjar þær eru. Það er hins vegar ólíklegt að það takist að loka landinu algjörlega fyrir öllum komum til langs tíma. Því eru miklar líkur á að veiran muni berast hingað fyrr eða síðar, sérstaklega á 3 meðan hún er í vexti víða um heim sem líklega mun standa næstu mánuði eða ár. Ég tel því að slíkar aðgerðir muni ekki koma að fullu í veg fyrir dreifingu veirunnar hingað og muni ekki koma í veg fyrir dreifingu hennar innanlands. 3. Öllum einstaklingum sem koma hingað til lands verði gert að fara í 14 daga sóttkví án skimunar. Slík ráðstöfun myndi að líkindum fækka verulega fjölda ferðamanna hingað til lands.. Einhverjir einstaklingar myndu hins vegar koma erlendis frá vegna bráðnauðsynlegra starfa hér á landi. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstaklingar haldi sóttkví og mikin mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Líkur á því að veiran berist hingað til lands myndu minnka verulega en yrðu þó enn til staðar. Þessar aðgerðir myndu því minnka verulega líkur á dreifingu veirunnar hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt. 4. Skimun allra á landamærum við komuna hingað til lands. Þessi ráðstöfun myndi að líkindum ekki hafa mikil áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands en myndi minnka líkur á að veiran komi hingað. Nýlega smitaðir einstaklingar geta hins vegar greinst neikvæðir við komuna hingað til lands en orðið smitandi nokkrum dögum síðar eins og dæmin hafa sýnt. Afkastageta skimunarinnar myndi takmarka þann fjölda sem hingað kæmi. Þessi aðgerð mun því minnka líkur á að smit berist hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga 5. Skimun allra á landamærum, sóttkví í 4-6 daga og í framhaldi af því sýnataka 2. Þetta fyrirkomulag er viðhaft í dag fyrir þá sem ætla að dvelja hér á landi lengur en 10 daga og eru að koma frá áhættusvæðum. Reyndar er ekki beitt strangri sóttkví heldur sk. heimkomusmitgát sem er minna íþyngjandi en án efa er öruggara að gera kröfum um hefðbundna sóttkví. Tveir einstaklingar hafa greinst í sýnatöku 2 sem ekki greindust í fyrstu sýnatöku og er þessi aðgerð því sennilega næmasta aðferðin við að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands. Hún krefst hins vegar mikillar rannsóknargetu, skipulags og mannafla og er auk þess kostnaðarsöm. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstaklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Líklega myndi þessi aðgerð einnig draga verulega úr ferðavilja fólks til Íslands. Þessi aðgerð er að líkindum mjög áhrifarík því skyni að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Fjöldi ferðamann hingað til lands myndi takmarkast við skimunargetu. 6. Skimun allra á landamærum sem koma frá áhættusvæðum en einstaklingum frá lág áhættusvæðum yrði sleppt. Þessi aðferð hefur verið notuð hér landi og hefur komið í veg fyrir að smit hafi borist hingað til lands. Hins vegar hafa komið hér upp hópsmit af völdum tveggja undirtegunda veirunnar þrátt fyrir skimunina og ekki ljóst hvernig veiran komst inn í landið. Þessi aðferð minnkar því líkur á að veiran komist hingað inn en kemur ekki fyllilega í veg fyrir að það geti gerst. Einnig getur verið erfiðleikum bundið að skilgreina lönd eftir áhættusvæðum þar sem að vöxtur er víða í útbreiðslu veirunnar erlendis og hætt við að flest lönd verði flokkuð sem áhættulönd. Þessi aðferð er vel framkvæmanleg í dag m.t.t. afkastgetu skimunarinnar og minnkar 4 líkur á að veiran komist hingað til lands en kemur ekki í veg fyrir slíkt. Hins vegar takmarkast fjöldi ferðamanna við afkastagetu skimunarinnar. 7. Skimun allra einstaklinga á landamærum, sóttkví í 5-7 daga fyrir einstaklinga frá áhættusvæðum og síðan sýnataka 2 hjá einstaklingum í sóttkví. Þessi aðferð er í raun afleidd af þeirri aðferð sem lýst er hér að ofan í lið 5. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstaklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Líkur á að smit komist inn í landið eru hér meiri en lýst er í lið 5 en þessi kostur er hins vegar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Einnig myndi þessi aðferð að líkindum ekki hafa eins mikil áhrif á ferðamannastrauminn eins og lýst er í lið 5. Þessi kostur er því álitlegur en fjöldi ferðamanna takmarkast við skimunargetu. 8. Sóttkví allra í 7 daga sem lýkur með sýnatöku. Þessi aðferð myndi sennilega greina nánast alla sem í raun eru smitaðir en þeir gætu hafa smitað aðra á þeim tíma sem þeir eru í sóttkvínni. Auk þessu eru líkur á að draga myndi verulega úr fjölda ferðamanna. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Þessi kostur er ekki eins álitlegur og ýmsir aðrir kostir og fjöldi ferðamanna takmarkast við skimunargetu. 9. Skimun einstaklinga frá lág áhættusvæðum en 14 daga sóttkví hjá einstaklingum frá áhættusvæðum. Þessi aðferð er vel framkvæmanleg en mun væntanlega fækka verulega farþegum frá há áhættusvæðum. Einnig verður erfitt að fylgjast með því hverjir raunverulega koma frá há áhættusvæðum og kjósa því í skimun í stað sóttkvíar. Erfitt gæti reynst erfitt að hafa eftirlit með hvort einstklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Eins og áður hefur komið fram þá getur skimun misst af veirunni hjá einstaklingum sem nýlega hafa smitast og 14 daga sóttkví kemur ekki að fullu í veg fyrir að sýktur einstaklingur komist út í samfélagið. Fjöldi farþega sem færi í skimun yrði líklega u.þ.b. sá sami og fer í skimun í dag. Þessi aðgerð dregur úr líkum á að veiran berist hingað til lands en er ekki eins áhrifarík eins og sumar aðrar aðgerðir sem nefndar hafa verið. Farþegum frá áhættusvæðum myndi líkelga fækka en erfitt yrði að flokka farþega eftir svæðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. Hann segir engan þeirra gallalausan en suma þó betri en aðra. Það sé hans mat að áhrifaríkast væri að skima alla farþega á landamærum, krefja þá um sóttkví í 4-6 daga og skima þá aftur að þeim tíma liðnum. Frá því að tekið var upp á því að skima ferðamenn á landamærunum við komuna til landsins hafa rúmlega 30 einstaklingar greinst með virkt smit. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafa að einangra umrædda einstaklinga og þannig komið í veg fyrir frekari útbreiðslu. Hins vegar hafi tvö afbrigði veirunnar náð að komast fram hjá skimuninni og valda hér faraldri með alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum. Sóttvarnalæknir segir þó að almennt megi fullyrða að skimanir á landamærunum „hafi gefið góðar upplýsingar um smithættu frá ferðamönnum og að þær hafi einnig verið áhrifaríkar við að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands.“ Engin aðgerð fullkomin Þórólfur reifar níu útfærslur á aðgerðum á landamærunum í minnisblaði sínu til ráðherra, aðgerðir sem hann segir hafa mest verið til umræðu undanfarið. Þær verða birtar hér að neðan, eins og þær birtast í minnisblaðinu. Þórólfur segir að engin þessara aðgerða geti komið algerlega í veg fyrir að kórónuveiran berist til landsins. Skimun á landamærum geti takmarkað fjölda ferðamanna og jafnframt dregið úr líkum á að veiran berist hingað. Aftur á móti sé það hans mat að aðgerðin sem lýst er í fimmta liðnum hér að neðan sé áhrifaríkust. Aðrar aðferðir hafa mismunandi kosti og galla en eru ekki jafn áhrifaríkar. Nú er það í höndum ráðherra að ákveða hvaða leið skuli verða fyrir valinu. Aðgerðirnar sem Þórólfur listar eru eftirfarandi: Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar 1. Aðgangur ferðamanna til landsins verði óheftur. Skimunin frá 15.6.2020 sýnir að líkur á að hingað komi smitandi einstaklingar eru ekki miklar en hins vegar hefur komið ljós að smit frá einum ferðamanni getur orðið að faraldri innanlands með alvarlegum afleiðingum. Ég mæli því alls ekki með þessum kosti á þessari stundu sérstaklega í ljósi þess að faraldurinn er í miklum vexti víða í heiminum. Miklar líkur eru á þessi ráðstöfun leiði til útbreidds faraldurs sem erfitt yrði að ráða við og myndi líklega valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið með alvarlegum afleiðingum. 2. Beitt verði ítrustu hömlum á komur einstaklinga hingað til lands. Ýmsar leiðir kunna að verða möglegar til að stöðva komur einstaklinga hingað til lands og ekki á færi sóttvarnalæknis að nefna hverjar þær eru. Það er hins vegar ólíklegt að það takist að loka landinu algjörlega fyrir öllum komum til langs tíma. Því eru miklar líkur á að veiran muni berast hingað fyrr eða síðar, sérstaklega á 3 meðan hún er í vexti víða um heim sem líklega mun standa næstu mánuði eða ár. Ég tel því að slíkar aðgerðir muni ekki koma að fullu í veg fyrir dreifingu veirunnar hingað og muni ekki koma í veg fyrir dreifingu hennar innanlands. 3. Öllum einstaklingum sem koma hingað til lands verði gert að fara í 14 daga sóttkví án skimunar. Slík ráðstöfun myndi að líkindum fækka verulega fjölda ferðamanna hingað til lands.. Einhverjir einstaklingar myndu hins vegar koma erlendis frá vegna bráðnauðsynlegra starfa hér á landi. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstaklingar haldi sóttkví og mikin mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Líkur á því að veiran berist hingað til lands myndu minnka verulega en yrðu þó enn til staðar. Þessar aðgerðir myndu því minnka verulega líkur á dreifingu veirunnar hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt. 4. Skimun allra á landamærum við komuna hingað til lands. Þessi ráðstöfun myndi að líkindum ekki hafa mikil áhrif á ferðamannastrauminn hingað til lands en myndi minnka líkur á að veiran komi hingað. Nýlega smitaðir einstaklingar geta hins vegar greinst neikvæðir við komuna hingað til lands en orðið smitandi nokkrum dögum síðar eins og dæmin hafa sýnt. Afkastageta skimunarinnar myndi takmarka þann fjölda sem hingað kæmi. Þessi aðgerð mun því minnka líkur á að smit berist hingað til lands en ekki koma í veg fyrir slíkt. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga 5. Skimun allra á landamærum, sóttkví í 4-6 daga og í framhaldi af því sýnataka 2. Þetta fyrirkomulag er viðhaft í dag fyrir þá sem ætla að dvelja hér á landi lengur en 10 daga og eru að koma frá áhættusvæðum. Reyndar er ekki beitt strangri sóttkví heldur sk. heimkomusmitgát sem er minna íþyngjandi en án efa er öruggara að gera kröfum um hefðbundna sóttkví. Tveir einstaklingar hafa greinst í sýnatöku 2 sem ekki greindust í fyrstu sýnatöku og er þessi aðgerð því sennilega næmasta aðferðin við að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands. Hún krefst hins vegar mikillar rannsóknargetu, skipulags og mannafla og er auk þess kostnaðarsöm. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstaklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Líklega myndi þessi aðgerð einnig draga verulega úr ferðavilja fólks til Íslands. Þessi aðgerð er að líkindum mjög áhrifarík því skyni að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Fjöldi ferðamann hingað til lands myndi takmarkast við skimunargetu. 6. Skimun allra á landamærum sem koma frá áhættusvæðum en einstaklingum frá lág áhættusvæðum yrði sleppt. Þessi aðferð hefur verið notuð hér landi og hefur komið í veg fyrir að smit hafi borist hingað til lands. Hins vegar hafa komið hér upp hópsmit af völdum tveggja undirtegunda veirunnar þrátt fyrir skimunina og ekki ljóst hvernig veiran komst inn í landið. Þessi aðferð minnkar því líkur á að veiran komist hingað inn en kemur ekki fyllilega í veg fyrir að það geti gerst. Einnig getur verið erfiðleikum bundið að skilgreina lönd eftir áhættusvæðum þar sem að vöxtur er víða í útbreiðslu veirunnar erlendis og hætt við að flest lönd verði flokkuð sem áhættulönd. Þessi aðferð er vel framkvæmanleg í dag m.t.t. afkastgetu skimunarinnar og minnkar 4 líkur á að veiran komist hingað til lands en kemur ekki í veg fyrir slíkt. Hins vegar takmarkast fjöldi ferðamanna við afkastagetu skimunarinnar. 7. Skimun allra einstaklinga á landamærum, sóttkví í 5-7 daga fyrir einstaklinga frá áhættusvæðum og síðan sýnataka 2 hjá einstaklingum í sóttkví. Þessi aðferð er í raun afleidd af þeirri aðferð sem lýst er hér að ofan í lið 5. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstaklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Líkur á að smit komist inn í landið eru hér meiri en lýst er í lið 5 en þessi kostur er hins vegar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Einnig myndi þessi aðferð að líkindum ekki hafa eins mikil áhrif á ferðamannastrauminn eins og lýst er í lið 5. Þessi kostur er því álitlegur en fjöldi ferðamanna takmarkast við skimunargetu. 8. Sóttkví allra í 7 daga sem lýkur með sýnatöku. Þessi aðferð myndi sennilega greina nánast alla sem í raun eru smitaðir en þeir gætu hafa smitað aðra á þeim tíma sem þeir eru í sóttkvínni. Auk þessu eru líkur á að draga myndi verulega úr fjölda ferðamanna. Erfitt gæti reynst að hafa eftirlit með hvort einstklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Þessi kostur er ekki eins álitlegur og ýmsir aðrir kostir og fjöldi ferðamanna takmarkast við skimunargetu. 9. Skimun einstaklinga frá lág áhættusvæðum en 14 daga sóttkví hjá einstaklingum frá áhættusvæðum. Þessi aðferð er vel framkvæmanleg en mun væntanlega fækka verulega farþegum frá há áhættusvæðum. Einnig verður erfitt að fylgjast með því hverjir raunverulega koma frá há áhættusvæðum og kjósa því í skimun í stað sóttkvíar. Erfitt gæti reynst erfitt að hafa eftirlit með hvort einstklingar haldi sóttkví og mikinn mannafla þyrfti til þess og þá væntanlega víða um land. Eins og áður hefur komið fram þá getur skimun misst af veirunni hjá einstaklingum sem nýlega hafa smitast og 14 daga sóttkví kemur ekki að fullu í veg fyrir að sýktur einstaklingur komist út í samfélagið. Fjöldi farþega sem færi í skimun yrði líklega u.þ.b. sá sami og fer í skimun í dag. Þessi aðgerð dregur úr líkum á að veiran berist hingað til lands en er ekki eins áhrifarík eins og sumar aðrar aðgerðir sem nefndar hafa verið. Farþegum frá áhættusvæðum myndi líkelga fækka en erfitt yrði að flokka farþega eftir svæðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16