Ferðamenn munu krefjast bóta frá Mountaineers of Iceland Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. janúar 2020 19:45 Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska. Ferðamálastofa skoðar starfsleyfi fyrirtækisins og ferðamennirnir íhuga málsókn. Mountaineers of Iceland hafði aflýst öllum vélsleðaferðum dagsins nema þessari. Lagt var af stað klukkan eitt eftir hádegi í gær, tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á. Fyrirtækið taldi sig geta sloppið á undan veðrinu. Svo fór ekki og var ákveðið að grafa sig í fönn. Átti starfsmaður að sækja fólkið á snjótroðara en sá bilaði. Því var ekki hringt eftir hjálp frá björgunaraðilum fyrr en klukkan átta um kvöldið. Á meðan var beðið í bílum frá Mountaineers. Nokkrir af ferðamönnunum hafa leitað til Lilju Margrétar Olsen, lögmanns hjá Kötlu lögmönnum vegna málsins. Hún segir fyrirtækið bera ábyrgð á því tjóni sem fólkið varð fyrir en segir of snemmt að segja til um það hvort einhverjir munu höfða mál gegn fyrirtækinu. Tók sérstaklega eftir tveimur börnum sem voru hálf dofin og glær „Að minnsta kosti það fólk sem hingað hefur leitað mun gera kröfu á hendur fyrirtækinu. Það varð fyrir tjóni, miskatjóni, sem fyrirtækið ber ábyrgð á, hvort sem það verður samið við þetta fyrirtæki eða farið í mál er ekki hægt að segja á þessu stigi,“ sagði Lilja í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún hitti nokkra af ferðamönnunum í dag og sagði líðan þeirra hafa verið eftir atvikum ágæta. „Fólki var augljóslega brugðið og líka þreytt. Ég tók sérstaklega eftir tveimur börnum þarna sem voru nú hálf dofin og glær, verð ég að segja.“ Aðspurð hvort háttsemi Mountaineers of Iceland væri refsiverð sagði Lilja: „Mér finnst blasa við að hefja sakamálarannsókn á þessu atviki. Þetta er grafalvarlegt og það kemur til skoðunar hættubrot sem varðar fjögurra ára fangelsi, að stofna lífi fólks í hættu. Eins þarf líka að skoða leyfið sem fyrirtækið starfar eftir, hvort því hafi verið fylgt. Það er refsivert ef brotið hefur verið gegn því. Þannig að ég held nú að lögreglustjórinn á Suðurlandi hljóti nú að opna sakamálarannsókn á þessu atviki.“ Mountaineers of Iceland hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem starfsfólk kveðst harma atburðinn og biðst velvirðingar. Nánar má lesa um málið hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49 Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. 8. janúar 2020 16:49
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Ferðamálastjóri segir að haft hafi verið samband við fyrirtækið í morgun og óskað eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að lagt var af stað í þessa ferð. 8. janúar 2020 13:10