Guðbjörg í hjartnæmu viðtali: „Erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2020 19:15 Guðbjörg hefur leikið yfir 60 landsleiki fyrir Ísland. vísir/vilhelm Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum. Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården í Svíþjóð og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er í áhugaverðu viðtali við Twitter síðu kvennaknattspyrnu UEFA. Í viðtalinu fer Guðbjörg yfir það hvernig það er að vera íþróttakona á hæsta stigi og reyna eignast fjölskyldu. Guðbjörg greindi frá því í júlí að hún væri ólétt af tvíburum. Kærasta hennar er Mia Jalkerud, samherji hennar hjá Djurgården. „Ég er Íslendingur og hef verið í marki síðan ég var lítil. Ég er nú ólétt af tvíburum og það hefur tekið mig og maka minn þrjú ár í gegnum tæknifrjóvgun,“ sagði Guðbjörg. Hún segir að tæknifrjóvgunin hafi ekki alltaf gengið sem skildi. „Það var mjög erfitt að ganga í gegnum þetta bæði andlega og líkamlega því ég hef falið það þegar þetta hefur mistekist á meðan ég hef verið að spila fótbolta á hæsta stigi.“ “I‘m an Icelander, and I‘ve played as a goalkeeper since I was a little kid. I am actually pregnant with twins at the moment, which has taken myself and my partner three years through IVF. (1/6) pic.twitter.com/TeeZhKzKpw— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 Guðbjörg var lengi frá vegna meiðsla í hásin en sneri aftur í lið Djurgården og íslenska landsliðið í vor. „Mér fannst þetta erfiðara en öll meiðsli sem ég hef lent í en í hvert skipti reyndi ég að einbeita mér að næsta leik. Fótboltinn hefur gefið mér styrk og verið stórt partur af lífi mínu frá því ég var ung.“ Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér mikið. „Ég spila fótbolta af svo mörgum ástæðum en ég myndi segja að spennan og adrenalínið og það að vinna eitthvað með vinum þínum sem þú æfir með á hverjum degi sé aðalástæðan.“ „Ég hef einnig eignast marga af mínum bestu vinum í gegnum fótbolta og ég nýt þess enn meira því eldri sem ég verð. Að vera sterk þýðir fyrir mig að vera sterk andlega. Sem markvörður er þín andlegi styrkur allt.“ Markverðir fá oft á sig mikla gagnrýni en Guðbjörg segir að hún reyni að nýta sér mistök sín. “I hope my story of becoming a parent, which can mean you will be away from the sport for some time, means that discussions around women in sport who want to start a family can be more open in the future.”@GuggaGunnars, Goalkeeper for @DIF_Fotboll & @footballiceland.— UEFA Women’s Football (@WePlayStrong_) January 8, 2020 „Ég hugsa alltaf um það þegar ég geri mistök að það skiptir máli hvernig ég bregst við. Allir markverðir gera mistök svo það er mikilvægt að þetta komist ekki inn í höfuðið hjá þér.“ Guðbjörg er með einföld skilaboð að lokum. „Ég vona að saga mín að verða foreldri, sem getur þýtt að þú verður ekki í íþróttinni í smá tíma, verði til þess að samtalið um konur í íþróttum sem vilji stofna fjölskyldu verði opnara í framtíðinni,“ sagði Guðbjörg að lokum.
Börn og uppeldi Fótbolti Frjósemi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Guðbjörg ólétt af tvíburum Landsliðsmarkvörðurinn á von á sér í byrjun næsta árs. 26. júlí 2019 10:45