Ferðamennirnir í rútum á leið til Reykjavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 09:48 Afar erfiðar aðstæður voru í og við Langjökul. Myndin er frá björgunaraðgerðunum í gærkvöldi. andsbjörg Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Ferðamennirnir sem lentu í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gær eru nú á leið til Reykjavíkur með rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Aðgerðum í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Gullfosskaffi verður því senn lokið. Ferðamennirnir, sem telja 39 manns auk um tíu leiðsögumanna, voru allir komnir í hús í fjöldahjálparstöðina um áttaleytið í morgun. Verið var að færa síðustu ferðamennina úr húsi snemma á tíunda tímanum. „Aðgerðum hérna á svæðinu er að ljúka á næsta klukkutíma eða svo,“ segir Jón Grétar Guðmundsson aðgerðastjóri hjá Rauða krossinum í samtali við Vísi. „Björgunarsveitir og sjúkralið eru að fara af vettvangi, Rauði krossinn verður aðeins lengur eftir á og svo tala ég við mína sjálfboðaliða og við tökum stöðuna.“ Gekk eins og smurð vél Jón Grétar segir hópinn hafa verið fjölbreyttan, af nokkrum þjóðernum og á öllum aldri – sá yngsti sex ára. Þá segir hann aðgerðir í Gullfosskaffi hafa gengið afar vel en Rauði krossinn veitti þar sálræna aðstoð, mat og drykk og stóð fyrir fataúthlutun. „Það gekk eins og smurð vél. Rauði krossinn er þaulvanur í þessu og okkur tókst rosalega vel. Við erum búin að styrkja mjög mikið okkar fólk á Suðurlandi þannig að við erum tilbúin í þetta. En fólki leið auðvitað eftir atvikum.“ Hópurinn verður fluttur til Reykjavíkur í rútum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins sem gerði út ferðina. Um er að ræða fyrirtækið Mountaineers of Iceland, samkvæmt heimildum Vísis. Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins. Nú líkt og þá var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. Enn er afar slæmt veður víða á landinu og á Suðurlandi en búið er að opna fyrir umferð um bæði Hellisheiði og Þrengsli, sem lokað var í gær vegna veðurs. Hópurinn frá Gullfossi ætti því að komast leiðar sinnar Reykjavíkur.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00 Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: "Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Ferðamennirnir enn á leið til byggða Færð og veður hefur tafið ferðalagið niður af jöklinum. 8. janúar 2020 07:00
Allir ferðamennirnir komnir að Gullfossi Ástand fólksins er eftir atvikum; enginn er slasaður en margir í töluverðu áfalli. 8. janúar 2020 08:12