Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. janúar 2020 16:05 Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. Ábyrgðinni sé engu að síður deilt enda hafi nefndin stuðst við ráðgjafafyrirtækið Capacent. Þetta kom fram í máli Ara Trausta að loknum fundi Þingvallanefndar eftir hádegið í dag. Nefndin flýtti fundi sínum um tvær vikur vegna umfjöllunar um 20 milljóna króna bætur sem íslenska ríkið féllst á að greiða Ólínu Þorvarðardóttur eftir að kærunefndarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni í störfum sínum. Sagði sig úr nefndinni Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins. Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. Minnihlutinn gleymdi sér líka Þingvallanefnd sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar niðurstöðu kærunefndar í apríl og vísaði í raun bara í hana aftur í tilkynningu að loknum fundi nefndarinnar í dag. Þar kom fram að meirihlutinn harmaði hvernig til tókst við huglægan þátt mats við ráðningu þjóðgarðsvarðar og skráningu þess þáttar. Bent er á að ráðningarferlið hafi verið í umsjón Capacent en meirihlutinn uni þó úrskurðinum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, voru sammála að una niðurstöðunni en gerðu þó athugasemdir: „Í ráðningarferlinu mótmæltu fulltrúar minni hlutans þeirri afstöðu meiri hluta nefndarinnar að fullnægjandi mat hefði verið lagt á huglæga matsþætti með viðtölum og úrlausn raunhæfs verkefnis. Taldi minni hlutinn að matið hafi verið óraunhæft af hálfu meiri hlutans, m.a. vegna þess að einn fulltrúinn mætti ekki á kynningu á raunhæfu verkefnunum og var ekki heldur einn af þeim sem tók viðtölin við umsækjendur, en tók samt sem áður þátt í mati á frammistöðu umsækjenda,“ segir í athugsemdi Guðmundar Andra og Hönnu Katrínar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Vísa þau til þess að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki verið viðstaddur kynningu Ólínu auk þess að taka ekki viðtölin við umsækjendur. „Þá gerði minni hluti nefndarinnar einnig athugasemdir við þau vinnubrögð að leita ekki eftir umsögnum umsagnaraðila og skrá ekki niður mat á frammistöðu umsækjenda. Nefndarmenn bera hins vegar ábyrgð á því að hafa ekki bókað um þau samskipti í fundargerðabók nefndarinnar.“ Afar persónulegt mál Ari Trausti minnir á að um mjög persónulegt mál sé að ræða. Huglæga matið, sem hafi vissulega verið lagt mat á en gleymst að skrá, snúist um mannlega þáttinn. Litlu hafi munað á Einari og Ólínu í hlutlæga þættinum, þó Einar hafi skorað örlítið hærra. Hvað huglæga matið varði hafi verið mikill munur á þeim Einari og Ólínu frá hans bæjardyrum séð. Ólína sótti 20 milljónir króna frá ríkinu og telur sig hafa getað fengið hærri upphæð hefði málið farið fyrir dóm.Vísir/Vilhelm „Nú verður þú að átta þig á að þarna er kominn meiri og minnihluti. Þetta er það persónulegt. Þarna er fólk sem hefur unnið með Ólínu, ekki hef ég unnið með henni. Þú horfir til ferils, hvernig þau komu fram á þessumm fundum. Hvernig þau leggja sína áherslu á það sem þingvallarþjóðgarður á að gera.“ Hann er harður á því að rétti maðurinn hafi verið ráðinn í starfið. „Að mínu mati persónulgea skoraði Einar mun hærra en Ólína enda réðum við hann. Ég tel enn að við höfum ráðið hæfasta manninn.“ Ætlar ekki að hætta sér út á hálan ís Páll Magnússon hefur sagt að tilefni geti verið til þess að sækja bætur til Capacent vegna ráðningar. „Nú ætla ég ekki að hætta mér út á hálan ís. Ég skil alveg röksemd Páls en að ég fari að fella dóm hvort það sé rétt eða rangt, ínáanlegt eða ekki, það ætla ég ekki að gera. Þetta mál er í hendi ríkislögmanns,“ segir Ari Trausti. Það sé hins vegar svo að hann hafi treyst hinum ráðna ráðgjafa, sem viðstaddur var allt ferlið, til þess að gera hlutina rétt. Öxará á Þingvöllum í klakaböndum.visir/vilhelm „Að hann hefði vit fyrir mér. Ég hef aldrei staðið í ráðningu opinbers starfsmanns.“ Varðandi það hvort hann eigi að sæta ábyrgð sem nefndarformaður segir Ari Trausti að hann hafi skoðað það í apríl. Engin krafa hafi verið um það þá auk þess sem að hvorki lögmaður nefndarinnar né þingflokksformaður VG hafi talið ástæðu til þess. Þá beri hann enga ábyrgð á upphæðinni sem Ólína fékk greidda. Það hafi verið ríkislögmanns að semja um það. „Það hefði engu máli skipt hvort þau hefðu samið um eina milljón eða tuttugu. Ég ber enga ábyrgð á þessum gjörningi þarna. Hann er alfarið á ábyrgð Ólínu og ríkislögmanns.“ Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu. Ábyrgðinni sé engu að síður deilt enda hafi nefndin stuðst við ráðgjafafyrirtækið Capacent. Þetta kom fram í máli Ara Trausta að loknum fundi Þingvallanefndar eftir hádegið í dag. Nefndin flýtti fundi sínum um tvær vikur vegna umfjöllunar um 20 milljóna króna bætur sem íslenska ríkið féllst á að greiða Ólínu Þorvarðardóttur eftir að kærunefndarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni í störfum sínum. Sagði sig úr nefndinni Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins. Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. Minnihlutinn gleymdi sér líka Þingvallanefnd sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar niðurstöðu kærunefndar í apríl og vísaði í raun bara í hana aftur í tilkynningu að loknum fundi nefndarinnar í dag. Þar kom fram að meirihlutinn harmaði hvernig til tókst við huglægan þátt mats við ráðningu þjóðgarðsvarðar og skráningu þess þáttar. Bent er á að ráðningarferlið hafi verið í umsjón Capacent en meirihlutinn uni þó úrskurðinum. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, voru sammála að una niðurstöðunni en gerðu þó athugasemdir: „Í ráðningarferlinu mótmæltu fulltrúar minni hlutans þeirri afstöðu meiri hluta nefndarinnar að fullnægjandi mat hefði verið lagt á huglæga matsþætti með viðtölum og úrlausn raunhæfs verkefnis. Taldi minni hlutinn að matið hafi verið óraunhæft af hálfu meiri hlutans, m.a. vegna þess að einn fulltrúinn mætti ekki á kynningu á raunhæfu verkefnunum og var ekki heldur einn af þeim sem tók viðtölin við umsækjendur, en tók samt sem áður þátt í mati á frammistöðu umsækjenda,“ segir í athugsemdi Guðmundar Andra og Hönnu Katrínar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Vísir/Vilhelm Vísa þau til þess að Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki verið viðstaddur kynningu Ólínu auk þess að taka ekki viðtölin við umsækjendur. „Þá gerði minni hluti nefndarinnar einnig athugasemdir við þau vinnubrögð að leita ekki eftir umsögnum umsagnaraðila og skrá ekki niður mat á frammistöðu umsækjenda. Nefndarmenn bera hins vegar ábyrgð á því að hafa ekki bókað um þau samskipti í fundargerðabók nefndarinnar.“ Afar persónulegt mál Ari Trausti minnir á að um mjög persónulegt mál sé að ræða. Huglæga matið, sem hafi vissulega verið lagt mat á en gleymst að skrá, snúist um mannlega þáttinn. Litlu hafi munað á Einari og Ólínu í hlutlæga þættinum, þó Einar hafi skorað örlítið hærra. Hvað huglæga matið varði hafi verið mikill munur á þeim Einari og Ólínu frá hans bæjardyrum séð. Ólína sótti 20 milljónir króna frá ríkinu og telur sig hafa getað fengið hærri upphæð hefði málið farið fyrir dóm.Vísir/Vilhelm „Nú verður þú að átta þig á að þarna er kominn meiri og minnihluti. Þetta er það persónulegt. Þarna er fólk sem hefur unnið með Ólínu, ekki hef ég unnið með henni. Þú horfir til ferils, hvernig þau komu fram á þessumm fundum. Hvernig þau leggja sína áherslu á það sem þingvallarþjóðgarður á að gera.“ Hann er harður á því að rétti maðurinn hafi verið ráðinn í starfið. „Að mínu mati persónulgea skoraði Einar mun hærra en Ólína enda réðum við hann. Ég tel enn að við höfum ráðið hæfasta manninn.“ Ætlar ekki að hætta sér út á hálan ís Páll Magnússon hefur sagt að tilefni geti verið til þess að sækja bætur til Capacent vegna ráðningar. „Nú ætla ég ekki að hætta mér út á hálan ís. Ég skil alveg röksemd Páls en að ég fari að fella dóm hvort það sé rétt eða rangt, ínáanlegt eða ekki, það ætla ég ekki að gera. Þetta mál er í hendi ríkislögmanns,“ segir Ari Trausti. Það sé hins vegar svo að hann hafi treyst hinum ráðna ráðgjafa, sem viðstaddur var allt ferlið, til þess að gera hlutina rétt. Öxará á Þingvöllum í klakaböndum.visir/vilhelm „Að hann hefði vit fyrir mér. Ég hef aldrei staðið í ráðningu opinbers starfsmanns.“ Varðandi það hvort hann eigi að sæta ábyrgð sem nefndarformaður segir Ari Trausti að hann hafi skoðað það í apríl. Engin krafa hafi verið um það þá auk þess sem að hvorki lögmaður nefndarinnar né þingflokksformaður VG hafi talið ástæðu til þess. Þá beri hann enga ábyrgð á upphæðinni sem Ólína fékk greidda. Það hafi verið ríkislögmanns að semja um það. „Það hefði engu máli skipt hvort þau hefðu samið um eina milljón eða tuttugu. Ég ber enga ábyrgð á þessum gjörningi þarna. Hann er alfarið á ábyrgð Ólínu og ríkislögmanns.“
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06