Erlent

Út­för Ara Behn gerð frá dóm­kirkjunni í Osló

Atli Ísleifsson skrifar
Dætur Ara Behn og Mörtu Lovísu prinsessu – Maud Angelica Behn, Emma Tallulah Behn og Leah Isadora Behn – ásamt Mörtu Lovísu í dómkirkjunni fyrr í dag.
Dætur Ara Behn og Mörtu Lovísu prinsessu – Maud Angelica Behn, Emma Tallulah Behn og Leah Isadora Behn – ásamt Mörtu Lovísu í dómkirkjunni fyrr í dag. AP

Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. Hann varð 47 ára gamall.

Útförin er gerð frá dómkirkjunni í höfuðborginni Ósló en þar er norska konungsfjölskyldan samankomin ásamt fulltrúum ýmissa annarra erlendra konungsfjölskyldna. Þannig er Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar, og hollenska prinsessan Petra Laurentien Brinkhorst meðal gesta. Auk þess eru meðal annars mætt þau Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO og Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.

Behn var giftur norsku prinsessunni Mörtu Lovísu frá 2002, en þau skildu árið 2016.

Behn sló í gegn árið 1999 með smásagnasafninu Trist som faen, en skrifaði auk þess nokkrar skáldsögur, leikrit og bókina Fra hjerte til hjertesem hann skrifaði með prinsessunni Mörtu Lovísu.

Sonja drottning og Haraldur Noregskonungur.AP
Maud Angelica og Marta Lovísa.AP
Hollenska prinsessan Petra Laurentien Brinkhorst og Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar.AP
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, ásamt Ingrid Schulerud, eiginkonu hans.AP
Ari Behn varð 47 ára gamall.AP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×