Helgin gæti leitt í ljós hvort Vera sé uppruni draugahljóðsins dularfulla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2020 19:33 Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“ Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Það ætti að koma í ljós um helgina hvort að skútan Vera beri ábyrgð á dularfullu hljóði sem plagað hefur suma Akureyringa að undanförnu. Um fátt hefur verið meira rætt á Akureyri að undanförnu en þetta dularfulla hjlóð sem heyra má með því að smella hér. Ýmsir sökudólgar hafa verið nefndir til sögunnar, þar á meðal Vaðlaheiðargöng en þar á bæ telja menn útilokað að tækjabúnaður valdi hljóðinu Spjótin hafa helst beinst að skútunni Veru sem liggur við höfn í miðbænum, þar sem hljóðið heyrist hvað hæst. Raunar hafa aðgerðir heilbrigðisfirvalda í málinu helst snúið að skútunni. Þannig er mögulega talið að samspil vindsins og masturins geti orsakað hljóðið. Eftir úrbætur ár þar á, sneri hljóðið þó aftur. Færa átti skútuna en það hefur reynst þrautinni þyngri vegna veðurs sem á þó að ganga niður í nótt. Á morgun gætu Akureyringar hins vegar verið skrefið nærri ráðgátunni því þá verður mastrið og Vera á bak og burt. „Við förum á morgun, þá verður farið í siglingu og hún verður í siglingum fram undir miðjan september. Kemur eitthvað til Akureyrar en verður aðallega frá höfn,“ segir Þorkell Pálsson, skipstjóri skútunnar. Þorkell Pálsson er skipstjóri Veru.Vísir/Tryggvi Það mætti því álykta sem svo að ef ekkert hljóð heyrist á meðan Vera er í burtu sé lausnin fundin. Skipstjórinn bendir þó á að frásagnir af dularfullu hljóði a Akureyri séu í það minnsta frá árinu 2014, og ekki sé víst að hljóðið komi frá Veru. „Ef að svo er þá þykir það okkur mjög leitt. Mér skilst hins vegar að Akureyringar séu búnir að heyra þetta hljóð í mörg ár. Vera hefur ekki verið hérna við Ísland, kom hingað fyrst fyrir rúmu ári síðan,“ segir Þorkell. Það stendur þó ekki á skipstjóranum að gera úrbætur ef Vera reynist sökudólgurinn. „Neinei, við munum hjálpa til þess að komast til botns í þessu og ef það koma hljóð frá mastrinu þá munum við gera okkar best í að halda hljóðinu í lágmarki.“
Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira