Van Dijk maður leiksins i sigri Liverpool gegn Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 18:45 Van Dijk var frábær í hjarta varnarinnar hjá Liverpool í dag. Getty/Vísir Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1 Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Topplið Liverpool fór illa með erkifjendur sína frá Manchester-borg í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Úrslitin komu þó engum á óvart þar sem Liverpool hefur verið óstöðvandi í vetur á meðan Manchester United hefur munað fífil sinn fegurri. Samkvæmt tölfræði vefsíðunni Who Scored var Virgil Van Dijk langbesti leikmaður vallarins er Liverpool vann 2-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United á Anfield. Van Dijk var með 8.5 í einkunn, þar á eftir komu Alisson og Mo Salah með 7.8 í einkunn. Van Dijk skoraði fyrra mark leiksins og var eins og klettur í vörn heimamanna. Þá skoraði Salah sitt fyrsta mark gegn Manchester United undir lok leiks ásamt því að valda usla nær allan leikinn. Gestirnir voru án þriggja af sínum sterkustu leikmönnum sínum en þeir Scott McTominay, Paul Pogba og Marcus Rashford voru allir frá vegna meiðsla í dag og verða líklega næstu vikur eða mánuði. Man Utd stillti upp í svipuðu leikkerfi og í fyrri leik liðanna en Ole Gunnar Solskjær byrjaði með fimma manna vörn, þrjá á miðjunni og tvo frammi. Á meðan var Liverpool í sínu hefðbundna 4-3-3 kerfi og ljóst að þeir breyta því leikkerfi ekkert á næstunni miðað við framgöngu þeirra á leiktíðinni til þessa. Alls fengu níu leikmenn Liverpool einkunn uppá sjö eða meira en hjá Manchester United voru aðeins tveir leikmenn með svipaða einkunn. Brasilíski miðjumaðurinn Fred, sem hefur fengið mikla gagnrýni frá því hann kom til Man Utd, var langbesti leikmaður þeirra í dag en það dugði ekki til.Einkunnir Liverpool Alisson - 7.8 Trent Alexander-Arnold - 7.5 Virgil Van Dijk - 8.5 (Maður leiksins) Joe Gomez - 7.3 Andy Robertson - 6.7 Gini Wijnaldum - 7.3 Jordan Henderson - 7,7 Alex Oxlade-Chamberlain - 7.3 Mo Salah - 7.8 Sadio Mané - 6.5 Roberto Firmino - 7.6Einkunnir Manchester United David De Gea - 6.4 Wan-Bissaka - 7.0 Victor Lindelöf - 6.3 Harry Maguire - 6.6 Luke Shaw - 6.9 Brandon Williams - 6.3 Nemanja Matic - 6.2 Fred - 7.4 Andreas Pereira - 6.2 Daniel James - 5.9 Anthony Martial - 6.1
Enski boltinn Tengdar fréttir Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30 Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30 Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Handbolti Dagskráin: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Fleiri fréttir Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið. 19. janúar 2020 17:30
Liverpool vann öruggan sigur á erkifjendunum í Manchester United Liverpool jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með öruggum 2-0 sigur á Anfield gegn erkifjendum sínum í Manchester United. 19. janúar 2020 18:30