Körfubolti

Sportpakkinn: Keflvíkingar skrefinu á undan og með fulla stjórn í Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson var flottur í gær.
Hörður Axel Vilhjálmsson var flottur í gær. Mynd/S2 Sport

Keflavík komst upp í toppsæti Domino´s deildar karla með sigri á nágrönnum sínum í Ljónagryfjunni í gær og Guðjón Guðmundsson fór yfir leikinn.

Það var magnþrungin stund í Njarðvík í gær þegar heimamenn tóku á móti Keflavík í leik sem var tileinkaður minningu Örlygs Aron Sturlusonar, leikmanns Njarðvíkur, sem lést fyrir tuttugu árum.

KhalilAhmad var magnaður í liði Keflavíkur í upphafi leiks þegar hann setti niður fimm þriggja stiga körfur en hann var stighæstur Keflvíkinga þegar upp var staðið með 31 stig.

Gestirnir höfðu fimm stiga forystu að lokum fyrri hálfleik, 51-46, en fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun.

Keflvíkingar keyrðu upp hraðann í þriðja leikhluta og náðu fimmtán stiga forystu en þeir sýndu þá að þeir ætla sér stóra hluti á þessu Íslandsmóti.

Njarðvík náði að bíta frá sér í fjórða leikhluta en gæðin í liði Keflvíkinga voru meiri. Keflvíkingar unnu sinn fjórða sigur í röð í deildinni, 97-85, og fóru á toppinn í deildinni.

DominykasMilka var sem fyrr öflugur með 17 stig og 13 fráköst. Það var hins vegar Hörður Axel Vilhjálmsson sem stjórnaði umferðinni með 11 stig og 12 stoðsendingar.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Guðjón Guðmundssonar og viðtöl við Hörð Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík og Einar Árna Jóhannsson, þjálfara Njarðvíkur.

Klippa: Sportpakkinn: Keflavíkingar unnu í Njarðvík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×