Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 09:00 Bílarnir frusu fastir við veginn og voru svo klakabrynjaðir að hvorki sást inn um þá né út um þá. kyndill Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Ferðamennirnir, sem voru í þremur bílum, voru á leiðinni að austan en komust hvorki lönd né strönd. Ferðalöngunum var komið á hótel en bílarnir skildir eftir þar sem þeir höfðu frosið fastir við veginn vegna hita frá vélarrúmi. Um þetta leyti var verulega hvasst og voru vindhviður við fjallið Lómagnúp yfir 50 metrar á sekúndu. „Það voru þrír bílar sem komust að austan og lentu í vandræðum við Núpá í kófi og brjáluðu veðri. Þau voru bara stopp á þjóðveginum,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils, í samtali við Vísi sem fór við annan björgunarsveitarmann til aðstoðar fólkinu í gærkvöldi. Aðspurður hvort hann hafi áður séð bíla frjósa fasta við þjóðveginn svarar Jón því neitandi. „Ég hef aldrei séð þetta áður á ævinni en þegar bílarnir eru orðnir stopp í þessu kófi þá virðist hitinn frá vélunum náð að bræða snjóinn. Það lekur niður klaki og byggist bara upp samfelldur klaki frá malbikinu og inn í vélarrúmið á bílunum. Þeir eru bara steyptir fastir við veginn,“ segir Jón. Það var kóf og brjálað veður við Lómagnúp í gærkvöldi.kyndill Sást hvorki inn né út úr bílunum vegna klaka Bílarnir voru því skildir eftir og þar eru þeir enn, frosnir við veginn, en Jón segir von á verktaka fljótlega sem mun koma og losa þá af veginum. Eins og áður var veðrið á þessum slóðum snælduvitlaust í gærkvöldi. Ferðamennirnir voru því skiljanlega fegin að sjá björgunarsveitarmennina þegar þeir komu þeim til bjargar. „Bílarnir voru bara klakabrynjaðir, það sást hvorki inn í þá né út úr þeim þannig að fólkið vissi varla hvað sneri upp eða niður á meðan þau voru að bíða,“ segir Jón. Veðurspáin er áfram slæm í dag og er appelsínugul veðurviðvörun í gildi á Suðausturlandi. Björgunarsveitarfólk mannar því aftur lokunarpósta við Núpá í dag. „Það er arfavitlaust veður hérna fyrir austan, við Lómagnúp og á Skeiðarársandinum, en við erum að vona að hótelin haldi fólki í húsi allavega fram að hádegi,“ segir Jón. Ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00