Caroline
Wozniacki hefur eignast marga góða vini á tennisferli sínum og það má sjá í kveðjunum sem hún fékk frá stórstjörnum sportsins.
Wozniacki er ein stærsta íþróttastjarna Dana frá upphafi en hún tók þá ákvörðun að hætta keppni fyrir þrítugsafmælið sitt.
Caroline Wozniacki tilkynnti það að Opna ástralska mótið yrði hennar síðasta á ferlinum en þar vann hún sinn eina risatitil. Wozniacki datt síðan út í þriðju umferð.
OK, we're not crying. You're crying.
— #AusOpen (@AustralianOpen) January 24, 2020
(Truthfully..we're in tears ) #AO2020 | #AusOpen |@CaroWozniackipic.twitter.com/5HIHkOmlFN
Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku, fyrst á árunum 2010 til 2012 og svo aftur 2018. Hún náði einnig að setja met með því að komast aftur á topp heimslistans eftir sex ára fjarveru.
Caroline Wozniacki fékk hins vegar mjög hjartnæma kveðju frá mörgum af stærstu stjörnum tennisheimsins og það er ljóst á því að sú danska átti marga góða vini í tennisheiminum.
Ein af þeim bestu var Serena Williams sem fer ekkert í felur með það í kveðju sinni. Það má sjá allar kveðjurnar hér fyrir neðan en þar tala súperstjörnur eins og Williams, Roger Federer, Rafa Nadal og Novak Djokovic sem og þær Ashleigh Barty og Naomi Osaka sem hafa verið efstar á heimslistanum að undanförnu.
"The game will miss you. We will miss you!"@serenawilliams, @naomiosaka, @ashbarty, @Simona_Halep, @rogerfederer, @RafaelNadal, @DjokerNole, @Petra_Kvitova, @matteksands and many more, share their @CaroWozniacki memories. #CongratsCaropic.twitter.com/QecV5GtrrK
— WTA (@WTA) January 24, 2020