Segir endurkomu Þorsteins Más velta á niðurstöðu rannsóknar Wikborg Rein Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2020 08:40 Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Vísir/Sigurjón Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segist ekki eiga von á því að gegna embættinu fram yfir lok fyrri hluta þessa árs. Hann útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í embætti forstjóra, en að það velti á niðurstöðu rannsóknar norska ráðgjafafyrirtækisins Wikborg Rein á meintum mútugreiðslum starfsmanna Samherja í Namibíu. Björgólfur segir þetta í samtali við IntraFish. Hann segist eiga von á að niðurstaða rannsóknar Wikborg Rein muni liggja fyrir í apríl. Björgólfur var fenginn til að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins eftir að greint var frá því þann 14. nóvember síðastliðinn að Þorsteinn Már myndi stíga tímabundið til hliðar. Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur Björgólfur útilokar í viðtalinu ekki að Þorsteinn Már muni aftur setjast í stól forstjóra. „Hann hefur verið starfandi í íslenskum sjávarútvegi um margra ára skeið og er líklega sá maður sem þekkir best til fiskveiða á Íslandi og í Evrópu,“ segir Björgólfur. Hann segir rannsókn Wikborg Rein ekki vera „reykjarhulu“ (e. smokescreen) sem muni fría fyrirtækið af allri ábyrgð. „Fyrirtækið vill sjálft vita hvað það var sem gerðist,“ segir Björgólfur. Yfirvöld á Íslandi, Namibíu og Noregi eru einnig með starfsemi Samherja til skoðunar. Útilokar peningaþvætti Í viðtalinu er haft eftir Björgólfi að fyrirtækið sé með ásakanir um mútugreiðslur til skoðunar en að fyrirtækið útiloki að það hafi stundað peningaþvætti. Þá segir hann að málið hafi ekki haft nein áþreifanleg áhrif á viðskipti fyrirtækisins. „Við höfum ekki misst neina viðskiptavini enn sem komið er, en þeir hafa áhyggjur af þessu og við vinnum náið með þeim.“ Jóhannes Stefánsson.Vísir/Vilhelm Hafa bent á Jóhannes Eftir Kveiksþáttinn, þar sem greint var frá starfsháttum Samherja í Namibíu, kom fram í tilkynningum frá Samherja að sökin í málinu lægi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hafi hann virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, sagði aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn Wikborg Rein á Samherja ljúki fyrir apríl Stjórnvöld ætla að leggja meira fé til skattrannsókna í kjölfar Samherjamálsins. 18. janúar 2020 20:15 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segist ekki eiga von á því að gegna embættinu fram yfir lok fyrri hluta þessa árs. Hann útilokar ekki að Þorsteinn Már Baldvinsson muni snúa aftur í embætti forstjóra, en að það velti á niðurstöðu rannsóknar norska ráðgjafafyrirtækisins Wikborg Rein á meintum mútugreiðslum starfsmanna Samherja í Namibíu. Björgólfur segir þetta í samtali við IntraFish. Hann segist eiga von á að niðurstaða rannsóknar Wikborg Rein muni liggja fyrir í apríl. Björgólfur var fenginn til að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins eftir að greint var frá því þann 14. nóvember síðastliðinn að Þorsteinn Már myndi stíga tímabundið til hliðar. Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur Björgólfur útilokar í viðtalinu ekki að Þorsteinn Már muni aftur setjast í stól forstjóra. „Hann hefur verið starfandi í íslenskum sjávarútvegi um margra ára skeið og er líklega sá maður sem þekkir best til fiskveiða á Íslandi og í Evrópu,“ segir Björgólfur. Hann segir rannsókn Wikborg Rein ekki vera „reykjarhulu“ (e. smokescreen) sem muni fría fyrirtækið af allri ábyrgð. „Fyrirtækið vill sjálft vita hvað það var sem gerðist,“ segir Björgólfur. Yfirvöld á Íslandi, Namibíu og Noregi eru einnig með starfsemi Samherja til skoðunar. Útilokar peningaþvætti Í viðtalinu er haft eftir Björgólfi að fyrirtækið sé með ásakanir um mútugreiðslur til skoðunar en að fyrirtækið útiloki að það hafi stundað peningaþvætti. Þá segir hann að málið hafi ekki haft nein áþreifanleg áhrif á viðskipti fyrirtækisins. „Við höfum ekki misst neina viðskiptavini enn sem komið er, en þeir hafa áhyggjur af þessu og við vinnum náið með þeim.“ Jóhannes Stefánsson.Vísir/Vilhelm Hafa bent á Jóhannes Eftir Kveiksþáttinn, þar sem greint var frá starfsháttum Samherja í Namibíu, kom fram í tilkynningum frá Samherja að sökin í málinu lægi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hafi hann virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, sagði aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn Wikborg Rein á Samherja ljúki fyrir apríl Stjórnvöld ætla að leggja meira fé til skattrannsókna í kjölfar Samherjamálsins. 18. janúar 2020 20:15 Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Rannsókn Wikborg Rein á Samherja ljúki fyrir apríl Stjórnvöld ætla að leggja meira fé til skattrannsókna í kjölfar Samherjamálsins. 18. janúar 2020 20:15
Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í Namibíu Lögfræðifyrirtækið sem Samherji hefur fengið til að skoða meinta brotastarfsemi fyrirtækisins í Namibíu vinnur á sama tíma við að verja fjárhagslega hagsmuni Samherja í landinu. 18. desember 2019 18:00