Bretar komnir út úr Evrópusambandinu Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 23:00 Margir Bretar fögnuðu í kvöld útgöngunni úr Evrópusambandinu á sama tíma og aðrir syrgðu. Vísir/AP Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Nú klukkan ellefu að íslenskum tíma gekk Bretland loks úr Evrópusambandinu eftir langt og strembið útgönguferli. Við tekur ellefu mánaða langt aðlögunarferli sem Bretar munu meðal annars nýta til þess að gera viðskiptasamninga við aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins. Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka og eiga einnig eftir að semja við Evrópusambandið um hvernig framtíðarsambandi verði háttað. Því er ljóst að aðskilnaðarferli Bretlands og Evrópusambandsins er ekki enn lokið þrátt fyrir formlega útgöngu í dag. Nokkur óvissa mun því enn bíða Breta og fylgjast margir með því hvort að þeim takist að klára fyrrnefnda samninga fyrir árslok.Sjá einnig: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótumÞrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Segja má að undanfarin misseri hafi þar einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. Útganga Breta mun byggja á því samkomulagi sem Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, náði við forsvarsmenn ESB í október á síðasta ári. Það samkomulag var samþykkt í neðri deild breska þingsins með miklum meirihluta eða með 358 atkvæðum gegn 234.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45 Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. 31. janúar 2020 08:15
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53
Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. 31. janúar 2020 18:45
Hallur og Jón Kristinn leiða káta íslenska Brexit-menn um London Lítill en glaður hópur Íslendinga fagnar útgöngunni með Bretum. 31. janúar 2020 13:00