Aron íhugaði að hætta í fótbolta en komst á beinu brautina með hjálp sálfræðinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 23:30 Aron lék aðeins 30 leiki með Werder Bremen á fjórum árum. vísir/getty Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér. Sænski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, íhugaði að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla í fyrra. En með hjálp sálfræðinga komst hann aftur á beinu brautina. Aron var á mála hjá Werder Bremen í fjögur ár en lék sáralítið með þýska liðinu vegna meiðsla. Í viðtali við Fotbollskanalen segir Aron að sér hafi liðið illa á þessum tíma og hafi gert mistök með því að leita sér ekki hjálpar fyrr en hann gerði. „Við vorum með sálfræðinga í Bremen og þegar þeir spurðu mig hvernig ég hefði það sagðist ég hafa það gott og vildi ekki tala um þetta. Ég vildi ekki sýna veikleikamerki þegar ég þurfti bara hjálp. Það var rangt viðhorf,“ sagði Aron.Aldrei of seint að biðja um hjálpAron átti góð ár hjá AZ Alkmaar í Hollandi.vísir/getty„Með tímanum hef ég lært að það er aldrei of seint að biðja um hjálp. Í hvert skipti sem ég meiddist á ökkla leitaði ég til sjúkraþjálfara. En þegar mér leið illa leitaði ég mér ekki hjálp heldur byrgði allt inni. Á endanum var það of mikið. En sem betur fer á ég góða og sterka kærustu sem sagði mér að tala við einhvern.“ Hann segist hafa leitað til sálfræðinga, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, eftir að hann gekk í raðir Hammarby síðasta sumar. Og hann segir að það hafi gert sér gott. „Ég hugsaði um að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby. Þetta gekk vel til að byrja með en svo fann ég aftur fyrir sársauka í ökklanum og hugsaði hvort þetta væri ekki komið gott. Þetta var erfitt bæði andlega og líkamlega en ég byrjaði að tala við fólk og það hjálpaði mér mikið,“ sagði Aron.Ekki hægt að setja plástur á þettaAron í leik með Bandaríkjunum gegn Gana á HM 2014.vísir/gettyHann segist enn þurfa að vinna í andlegri heilsu þótt honum líði betur í dag. „Það er ekki hægt að setja plástur á þetta og svo er þetta farið að eilífu. Þetta er ekki jafn stórt vandamál og þetta var en það er samt gott fyrir mig að tala um þetta og ég geri það enn,“ sagði Aron.Viðtalið við Aron má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Sænski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira