Líkir jarðhræringunum við Grindavík við það að troða bók í miðjan bókastafla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 10:58 Frá Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“ Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“
Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53
„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00
Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01
Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15
Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09