Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:20 Æ algengara er nú orðið að sjá erlenda ferðamenn hér á landi bera grímur fyrir vitum sér. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira