Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 20:00 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar. Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira
Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. Fjölsyldan kom til Íslands í mars í fyrra. Fjölskyldufaðirinn hafði kennt japanska heilun í Íran sem nefnist Reiki. Írönsk yfirvöld litu á það sem guðlast og að hann ynni gegn ráðandi stjórnvöld. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ segir fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi. Eftir að honum var sleppt úr haldi var ljóst að í Íran gætu þau ekki verið. Þau komu sér til Portúgal. Eftir skamma dvöl þar komust þau til Íslands. „Þeir reyndu að finna okkur. Í gegnum foreldra okkar komust þeir að því að við værum í Portúgal. Þess vegna urðum við að fara þaðan,“ segir Ardeshir. Hann segir írönsk stjórnvöld hafa beitt föður sinn miklum þrýstingu. Álagið varð föður hans um megn og hann féll frá. Verði þeim vísað aftur til Portúgal óttast þau að þau finnist þar eða verði send til Íran. Ísland er fyrsti staðurinn sem þau upplifa frelsi og öryggi. Á Íslandi þorði hinn 17 ára gamli Maní fyrst að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. Það hefði aldrei verið samþykkt í Íran. „Á Íslandi fann ég fyrst fyrir öryggi til að geta sagt öllum frá því hvernig ég er. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Maní. Foreldrarnir segja heilsu og öryggi Maní í algjörum forgangi. Þau vonast til að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína. „Hér er Maní öruggur. Hér getur hann verið það sem hann vill og lært það sem hann vill. Þess vegna viljum við vera hér. Hans öryggi og frelsi skiptir mestu,“ segir móðir Maní, Shokoufa Shahidi. Tæplega fimm þúsund hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda að fjölskyldan fái að vera á Íslandi. Þá hefur verið boðað til mótmæla við dómsmálaráðuneytið á morgun vegna brottvísunar fjölskyldunnar.
Hinsegin Hælisleitendur Íran Portúgal Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Sjá meira