Alræmt glæpagengi réðst inn í dómshús til að frelsa leiðtoga sinn Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 11:44 Herlögreglumenn bera fallinn félaga sinn út úr dómshúsinu í El Progreso. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun. Hondúras Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana og þrír særðust til viðbótar þegar þungvopnaðir liðsmenn glæpasamtakanna MS-13 réðust inn í dómshús í norðvestanverðu Hondúras og frelsuðu leiðtoga sinn sem réttað var yfir þar. Einn árásarmannanna féll í áhlaupinu. MS-13, einnig þekkt sem Mara Salvatrucha, eru talin ein ofbeldisfyllstu og hættulegustu glæpasamtök Mið-Ameríku. Alexander Mendoza, sem gengur undir viðurnefninu „El Porky“, er talinn einn helsti forsprakki gengisins. Hann var tekinn höndum árið 2015 og dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir peningaþvætti og aðild á glæpasamtökum. Mendoza beið jafnframt dóms vegna fjölda morða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um tuttugu liðsmenn glæpagengisins eru sagðir hafa verið klæddir í herklæði og lögreglubúninga þegar þeir réðust inn í dómshúsið í bænum El Progreso, um þrjátíu kílómetrum austur af San Pedro Sula, næststærstu borg Hondúras. Myndbandsupptökur sýna handjárnaðan Mendoza inni í dómshúsinu ásamt lögreglumönnum. Skömmu síðar sést hann án handjárnanna og vopnaður hríðskotabyssu og skammbyssu. Til skotbardaga kom á milli glæpamannanna og lögreglu inni í byggingunni. Juan Orlando Hernández, forseti Hondúras, hefur heitið hverjum þeim sem veitir upplýsingar sem leiða til handtöku Mendoza jafnvirði rúmra tíu milljóna íslenskra króna í verðlaun.
Hondúras Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira