Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:53 Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída-ríkis, kom að gerð skýrslunnar. VÍSIR/AP Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira