John Snorri og Tomaž telja sig svikna af sjerpunum Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 07:23 Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2 í janúar síðastliðinn. John Snorri/Facebook Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson telur sig svikinn af leiðsögumönnum sem áttu að aðstoða hann á leið upp á fjallið K2 nú í byrjun árs. Hann telur þá ekki hafa tekið þátt í verkefninu af heilum hug. Þetta segir John Snorri í samtali við Morgunblaðið. Leiðangursstjórinn John Snorri og félagi hans, Slóveninn Tomaž Rotar, stefndu að því að verða fyrstu mennirnir til að klífa K2 að vetrarlagi en hætt var við leiðangurinn í byrjun mánaðar Var þá greint frá því að tveir í hópnum, annar frá Kína og hinn frá Nepal, hafi ekki treyst sér til að halda áfram af persónulegum ástæðum. Nauðsynlegt hefði verið fyrir alla að vera klára í verkefnið, bæði líkamlega og andlega, og því hafi verið ákveðið að hætta við leiðangurinn. Dvalarleyfið of stutt John Snorri segir nú að grunur leiki á að allir hafi ekki tekið þátt í leiðangrinum af heilum hug, en alls voru átta manns í hópnum – John Snorri, Tomaž, þrír Nepalir, tveir Kínverjar og einn Pakistani. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf sem Tomaž sendi fjölmiðlum sem fjalli um háfjallamennsku - bref sem birtist í íslenskri þýðingu í blaðinu í morgun - þar sem hann veltir fyrir sér hvernig leiðangursmenn hafi nálgast leiðangurinn. Dvalarleyfi sjerpanna í Pakistan hafi verið of stutt til að hægt hefði verið að ljúka leiðangrinum, dularfull meiðsli hafi angrað einn þeirra og ljóst var að þær matarbirgðir sem lagt var af stað með myndu ekki duga. Nauðsynlegt sé að fá skýringar enda hafi kostnaður Tomaz og John Snorra vegna leiðangursins numið tólf milljónum króna. Vel þekkt K2 er að finna á landamærum Kína og Pakistan og er annað hæsta fjall á eftir Everest í Nepal. K2 er 8.611 metrar á hæð og þykir eitt erfiðasta fjall heims til að klífa. John Snorri segir þetta því miður vera þekkt hjá sjerpunum og það sé stór ástæða fyrir því að þeir eigi í vandræðum með að kaupa tryggingar í leiðangra. „Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ýmiss konar ástæðum,“ hefur blaðið eftir John Snorra sem kveðst ætla að gera aðra tilraun til að komast á tindinn að vetrarlagi að ári.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54 John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43 John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi. 30. janúar 2020 15:54
John Snorri hættur við að klífa K2 Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims. 5. febrúar 2020 13:43
John Snorri kominn í grunnbúðir K2 Eftir níu daga á Baltoro-jöklinum er hópur Johns Snorra kominn í grunnbúðirnar. Næst þarf hópurinn að undirbúa leiðina upp í efri grunnbúðir fjallsins. 22. janúar 2020 17:35