Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2020 13:00 Margrét Gauja segir Benna hafa verið þarna á ferð með snjóruðningstæki sín og Benni segir það bara alveg laukrétt hjá henni: Ég gerði þetta. Í síðustu viku greip Benedikt Bragason ferðaþjónustubóndi á Sólheimum til þess, þegar hann var að ryðja bílastæði við Sólheimajökul, að ýta ruðningnum að gámi eða kerru sem ferðaþjónustufyrirtækið Tröllaferðir eiga og höfðu þarna á planinu. Margrét Gauja Magnúsdóttir leiðsögumaður er standandi bit á þessum aðförum og birtir myndir af kerru Tröllaferða í miðjum snjóruðningi Benna á Facebooksíðu sinni. Hún er hneyksluð á þessum gerningi. Margrét Gauja lýsir því svo að Sarah leiðsögumaður hafi mætt á staðinn ásamt hópi ferðamanna. „Sarah sem er frönsk og 40 kíló með skólatösku,“ eins og Margrét Gauja orðar það. Hún þurfti að moka sig inn í vagninn sem geymir allskyns búnað sem þarf til að búa ferðamennina á jökulinn svo sem reipi, ísaxir og annað sem þarf til að fara á jökul. Mokaði snjó yfir vagn Tröllaferða Margrét Gauja segir þetta bílastæði í eigu Vegagerðarinnar og geri Tröllaferðum og öðrum sem starfa á svæðinu það kleift að standa fyrir daglegum ferðum á jökulinn. Hún segir einn af landeigendum svæðisins hafa mætt á svæðið á traktor, mokað bílaplanið og skellt snjónum á vagn Tröllaferða. Aðila sem hann sjái augljóslega sem samkeppnisaðila. Hún segir að leiðsögumenn annarra fyrirtækja hafi gripið í skófluna með Söruh enda væri þetta beinlínis vandræðalegt fyrir alla hlutaðeigandi. Yfirleitt sé samstarf meðal starfsfólks ólíkra fyrirtækja með miklum ágætum. Margrét Gauja segir að Sarah leiðsögumaður hafi mátt hafa mikið fyrir því að komast inní vagninn, en Benni bóndi segir þetta ekkert stórmál. „Ég vil taka fram að jöklaleiðsögumenn frá öðrum fyrirtækjum á svæðinu mættu til að aðstoða hana og leið mjög illa að mér skilst yfir þessum gjörningi,“ segir Margrét Gauja. Hún spyr hvað fólki finnist eiginlega um svona nokkuð, hvort þetta sé í lagi? Hvort þetta sé norm í íslenskri ferðaþjónustu? Margrét Gauja segir þetta nánast eins og senu úr íslenskri bíómynd. „Svona úti-á-landi-bíómynd. Hrútar eða eitthvað en þá í ferðaþjónustu. Menn eiga í einhverju fyrirtæki, moka planið og yfir hitt fyrirtækið,“ segir Margrét sem telur þetta með hinum mestu ólíkindum. Var búinn að vara Tröllaferðir við „Ég sem hélt að pólitík væri á lágu plani. Fólk hættir ekki að koma mér á óvart!“ segir Margrét Gauja standandi bit á Benedikt. Hún þekkir vel til í stjórnmálunum enda fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Og ekki stendur á svörum hjá Benedikt. „Já, þetta er algjörlega rétt hjá henni. Ég gerði þetta,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Hann er reyndar aldrei kallaður neitt annað en Benni, fjallhress og sæmir sig reyndar sjálfur viðurnefninu „Sveitaruddi“ á Facebooksíðu sinni. Nokkuð sem kemur Margréti Gauju sennilega ekki á óvart. „Þetta er bara kerra. Ég var margbúinn að gefa þeim séns á að færa þetta úr skotlínunni. Ekki eins og þau hafi ekki verið vöruð við. Margbúið að vara þau við. Rétt hjá henni, ég gerði þetta, og þetta var löngu planað. Ég sagði þeim frá því. Ingólfur eigandi Tröllaferða, hann vissi af þessu. Ágætis strákur. En ég er búinn að biðja hann lengi að færa þessa kerru. Það er bara svoleiðis. Benni var ekki í vandræðum með að skófla snjóruðningnum að kerru Tröllaferða en hafnar því alveg að hafa lokað inngangi að vagninum. Án þess að vera með nein illindi en hann er þarna á mínu landi, á mínu bílaplani, með kerruna á veginum, í innkeyrslu inná bílaplanið. Margbúið að biðja hann að færa þetta. Vonandi lagar hann þetta núna.“ Harðnandi samkeppni Benni segir þetta ekkert rosalegt atriði. „Ég setti bara snjó að kerrunni, ekki eins og ég hafi mokað yfir hana. Vonandi allt í góðu.“ Benni segist aðspurður ekki vera eigandi Íslenskra fjallaleiðsögumanna eins og Margrét Gauja heldur fram. Hann hafi hins vegar átt Arcan sem hann seldi fyrir nokkru. Og það fyrirtæki yfirtók, samkvæmt Benna, Íslenska fjallaleiðsögumenn. Benni segir að það virðist flug á þeim og kannski hafi það verið vitleysa hjá sér að selja. Benni segir að hann beri virðingu fyrir Ingólfi eiganda Tröllaferða, þetta sé glúrinn náungi og hann hafi gaman að því að takast á við hann. Hvort þetta megi vera til marks um að aukin harka sé að færast í samkeppnina, segir Benni svo vera. Ekki spurning. „Auðvitað, annað væri nú alveg óeðlilegt og ekki hollt. Það er um að gera að hafa fleiri en eitt fyrirtæki starfandi, hollt fyrir alla. Samkeppni varð meiri, þegar fór aðeins að draga saman í þessum geira, þegar þessi flugfélög fara á hausinn.“ Segir Tröllaferðir ekki taka þátt í kostnaði Benni lýsir því fjálglega að þetta bílaplan hafi hann gert algerlega á eigin kostnað. Aðstaða sem átti að þjóna Arcan á sínum tíma. „Sem ég útbjó í deiliskipulaginu sem sjá má hjá Mýrdalshreppi og er gert ráð fyrir fleirum að starfa á svæðinu, menn geta fengið lóðir og aðstöðu til að vera þarna, en ég er að reyna að ná aðeins upp í sameiginlegan kostnað. Snjóruðningur í minn reikning þó ég sé hættur í ferðaþjónustunni. Allir búnir að samþykkja að taka þátt í þeim kostnaði nema Tröllaferðir. Þeir eru oft að baka sér smá óvild, ekkert vel liðið þegar einn kemur og nýtir allt sem hinir eru að gera og tekur ekki þátt í neinu,“ segir Benni og víkur þá tali sínu sérstaklega að Ingólfi Axelsyni eiganda Tröllaferða. Sem Benni segir sérstakan. „Ingólfur er að skapa sér fæting og hefur gaman að því. Ég hef svo sem gaman að því að atast í honum líka en ef menn ætla að vera í þjónustuatvinnurekstri þurfa menn aðeins að passa sig. Hann er glúrinn og ég ber virðingu fyrir honum en hann á erfitt með þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í síðustu viku greip Benedikt Bragason ferðaþjónustubóndi á Sólheimum til þess, þegar hann var að ryðja bílastæði við Sólheimajökul, að ýta ruðningnum að gámi eða kerru sem ferðaþjónustufyrirtækið Tröllaferðir eiga og höfðu þarna á planinu. Margrét Gauja Magnúsdóttir leiðsögumaður er standandi bit á þessum aðförum og birtir myndir af kerru Tröllaferða í miðjum snjóruðningi Benna á Facebooksíðu sinni. Hún er hneyksluð á þessum gerningi. Margrét Gauja lýsir því svo að Sarah leiðsögumaður hafi mætt á staðinn ásamt hópi ferðamanna. „Sarah sem er frönsk og 40 kíló með skólatösku,“ eins og Margrét Gauja orðar það. Hún þurfti að moka sig inn í vagninn sem geymir allskyns búnað sem þarf til að búa ferðamennina á jökulinn svo sem reipi, ísaxir og annað sem þarf til að fara á jökul. Mokaði snjó yfir vagn Tröllaferða Margrét Gauja segir þetta bílastæði í eigu Vegagerðarinnar og geri Tröllaferðum og öðrum sem starfa á svæðinu það kleift að standa fyrir daglegum ferðum á jökulinn. Hún segir einn af landeigendum svæðisins hafa mætt á svæðið á traktor, mokað bílaplanið og skellt snjónum á vagn Tröllaferða. Aðila sem hann sjái augljóslega sem samkeppnisaðila. Hún segir að leiðsögumenn annarra fyrirtækja hafi gripið í skófluna með Söruh enda væri þetta beinlínis vandræðalegt fyrir alla hlutaðeigandi. Yfirleitt sé samstarf meðal starfsfólks ólíkra fyrirtækja með miklum ágætum. Margrét Gauja segir að Sarah leiðsögumaður hafi mátt hafa mikið fyrir því að komast inní vagninn, en Benni bóndi segir þetta ekkert stórmál. „Ég vil taka fram að jöklaleiðsögumenn frá öðrum fyrirtækjum á svæðinu mættu til að aðstoða hana og leið mjög illa að mér skilst yfir þessum gjörningi,“ segir Margrét Gauja. Hún spyr hvað fólki finnist eiginlega um svona nokkuð, hvort þetta sé í lagi? Hvort þetta sé norm í íslenskri ferðaþjónustu? Margrét Gauja segir þetta nánast eins og senu úr íslenskri bíómynd. „Svona úti-á-landi-bíómynd. Hrútar eða eitthvað en þá í ferðaþjónustu. Menn eiga í einhverju fyrirtæki, moka planið og yfir hitt fyrirtækið,“ segir Margrét sem telur þetta með hinum mestu ólíkindum. Var búinn að vara Tröllaferðir við „Ég sem hélt að pólitík væri á lágu plani. Fólk hættir ekki að koma mér á óvart!“ segir Margrét Gauja standandi bit á Benedikt. Hún þekkir vel til í stjórnmálunum enda fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Og ekki stendur á svörum hjá Benedikt. „Já, þetta er algjörlega rétt hjá henni. Ég gerði þetta,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Hann er reyndar aldrei kallaður neitt annað en Benni, fjallhress og sæmir sig reyndar sjálfur viðurnefninu „Sveitaruddi“ á Facebooksíðu sinni. Nokkuð sem kemur Margréti Gauju sennilega ekki á óvart. „Þetta er bara kerra. Ég var margbúinn að gefa þeim séns á að færa þetta úr skotlínunni. Ekki eins og þau hafi ekki verið vöruð við. Margbúið að vara þau við. Rétt hjá henni, ég gerði þetta, og þetta var löngu planað. Ég sagði þeim frá því. Ingólfur eigandi Tröllaferða, hann vissi af þessu. Ágætis strákur. En ég er búinn að biðja hann lengi að færa þessa kerru. Það er bara svoleiðis. Benni var ekki í vandræðum með að skófla snjóruðningnum að kerru Tröllaferða en hafnar því alveg að hafa lokað inngangi að vagninum. Án þess að vera með nein illindi en hann er þarna á mínu landi, á mínu bílaplani, með kerruna á veginum, í innkeyrslu inná bílaplanið. Margbúið að biðja hann að færa þetta. Vonandi lagar hann þetta núna.“ Harðnandi samkeppni Benni segir þetta ekkert rosalegt atriði. „Ég setti bara snjó að kerrunni, ekki eins og ég hafi mokað yfir hana. Vonandi allt í góðu.“ Benni segist aðspurður ekki vera eigandi Íslenskra fjallaleiðsögumanna eins og Margrét Gauja heldur fram. Hann hafi hins vegar átt Arcan sem hann seldi fyrir nokkru. Og það fyrirtæki yfirtók, samkvæmt Benna, Íslenska fjallaleiðsögumenn. Benni segir að það virðist flug á þeim og kannski hafi það verið vitleysa hjá sér að selja. Benni segir að hann beri virðingu fyrir Ingólfi eiganda Tröllaferða, þetta sé glúrinn náungi og hann hafi gaman að því að takast á við hann. Hvort þetta megi vera til marks um að aukin harka sé að færast í samkeppnina, segir Benni svo vera. Ekki spurning. „Auðvitað, annað væri nú alveg óeðlilegt og ekki hollt. Það er um að gera að hafa fleiri en eitt fyrirtæki starfandi, hollt fyrir alla. Samkeppni varð meiri, þegar fór aðeins að draga saman í þessum geira, þegar þessi flugfélög fara á hausinn.“ Segir Tröllaferðir ekki taka þátt í kostnaði Benni lýsir því fjálglega að þetta bílaplan hafi hann gert algerlega á eigin kostnað. Aðstaða sem átti að þjóna Arcan á sínum tíma. „Sem ég útbjó í deiliskipulaginu sem sjá má hjá Mýrdalshreppi og er gert ráð fyrir fleirum að starfa á svæðinu, menn geta fengið lóðir og aðstöðu til að vera þarna, en ég er að reyna að ná aðeins upp í sameiginlegan kostnað. Snjóruðningur í minn reikning þó ég sé hættur í ferðaþjónustunni. Allir búnir að samþykkja að taka þátt í þeim kostnaði nema Tröllaferðir. Þeir eru oft að baka sér smá óvild, ekkert vel liðið þegar einn kemur og nýtir allt sem hinir eru að gera og tekur ekki þátt í neinu,“ segir Benni og víkur þá tali sínu sérstaklega að Ingólfi Axelsyni eiganda Tröllaferða. Sem Benni segir sérstakan. „Ingólfur er að skapa sér fæting og hefur gaman að því. Ég hef svo sem gaman að því að atast í honum líka en ef menn ætla að vera í þjónustuatvinnurekstri þurfa menn aðeins að passa sig. Hann er glúrinn og ég ber virðingu fyrir honum en hann á erfitt með þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira