Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2020 16:36 Baldur segir að staðreyndin sé sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur. „Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16