Fótbolti

Í beinni í dag: Meistararnir í enska bikarnum og Óli Jó gegn gömlum lærisveinum

Sindri Sverrisson skrifar
Manchester City er þegar búið að vinna eina keppni á leiktíðinni.
Manchester City er þegar búið að vinna eina keppni á leiktíðinni. vísir/getty

Það verða þrír leikir í enska bikarnum í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld. Þá er athyglisverður leikur á dagskrá í Lengjubikar karla.

Kvöldið hefst á leik Stjörnunnar og Vals í Lengjubikarnum í fótbolta þar sem Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson stýra Stjörnunni gegn fyrrverandi lærisveinum Ólafs sem nú leika undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Leikið verður á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Í enska bikarnum leika meistarar Manchester City gegn B-deildarliði Sheffield Wednesday á útivelli. Tottenham og Norwich eigast við í úrvalsdeildarslag, og Leicester tekur á móti B-deildarliði Birmingham. Sigurliðin komast í 8-liða úrslit.

Í beinni í dag:

18.50 Stjarnan - Valur (Stöð 2 Sport 4)

19.35 Tottenham - Norwich (Stöð 2 Sport 2)

19.35 Leicester - Birmingham (Stöð 2 Sport 3)

19.35 Sheff. Wed. - Man. City (Stöð 2 Sport)

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×