Skilur ekki hvernig fólk getur horft framan í vinnufélaga sína laumi það sér hjá sóttkví Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 19:19 Víðir Reynisson ræddi kórónuveiruna í Reykjavík síðdegis nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Dæmi eru um að fólk, sem dvalið hefur á Ítalíu, ferðist aftur til landsins með viðkomu í öðrum löndum og gorti sig af því á samfélagsmiðlum að hafa sloppið við sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.„Við höfum verið að sjá skjáskot af þessu, fólk beinlínis að monta sig af þessu og komið til vinnu. Ég skil ekki hvernig svona fólk getur horft framan í vinnufélaga sína,“ sagði Víðir og minnti á heimild er í sóttvarnarlögum til að beita viðurlögum neiti fólk að fara í sóttkví. Það sé þó ekki gert nema að heilbrigðisyfirvöld telji víst að aðili sé að smita.Víðir segir að haft hafi verið samband við einstaklinga sem vitað er til að hafi komið til landsins með slíkum hætti. Viðbrögð þess fólks hafi verið góð. „Menn átta sig á alvörunni og hafa kannski ekki gert það fyrr,“ sagði Víðir. Gengið harðar fram hér á landi en annars staðar Nú hafa greinst sex tilfelli kórónuveirusmits hér á landi en allir þeir smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið í fríi á Ítalíu, landi sem nú hefur verið skilgreint sem hættusvæði. Tilfellin hér á landi eru fleiri en í öðrum löndum þar sem fólksfjöldi er margfaldur við þann sem hér býr. Víðir segir óskandi að hægt yrði að sleppa við höfðatölumetið en segir þennan hlutfallslega fjölda geta skýrst af harðari aðgerðum heilbrigðisyfirvalda hérlendis. „Við erum með ansi marga miðað við höfðatölu,“ segir Víðir og segir hægt að útskýra það að fleiri smit skuli hafa greinst hér á eyju heldur en í til að mynda Belgíu þar sem landamæri eru opin. „Það eru fáir sem ferðast jafn mikið enda öll þessi tilfelli rakin til ferðalaga Íslendinga erlendis,“ segir Víðir.„Við erum með strangari reglur, meiri upplýsingagjöf og erum að taka hlutfallslega mun fleiri sýni en aðrar þjóðir eru að gera. Það að einhverju leyti útskýrir það að við séum með fleiri smit. Við erum að ganga harðar fram í okkar aðgerðum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.Heyra má allt viðtalið við Víði í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þrjú ný kórónuveirusmit staðfest Þrjú kórónusmit til viðbótar hafa verið staðfest hér á landi. Víðir Reynisson hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 2. mars 2020 17:44
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55