Fótbolti

Hólmar Örn á leið til FCK

Ísak Hallmundarson skrifar
Hólmar í leik með landsliðinu.
Hólmar í leik með landsliðinu. getty/Lachlan Cunningham

Íslenski landsliðsmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er sagður vera á leiðinni að yfirgefa Levski Sofia og ganga í raðir F.C. Copenhagen, FCK. Þar með yrði hann samherji Ragnars Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

Hólmar er við það að rifta samningi sínum við búlgarska liðið vegna vangoldinna launa. Hann myndi því fara á frjálsri sölu til FCK.

Hólmar er varnarmaður og hefur spilað með Levski Sofia í Búlgaríu undanfarin þrjú ár. Hann er þrítugur og hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008 þegar hann samdi við West Ham United á Englandi en hann lék áður með HK í efstu deild Íslandi. Hólmar á að baki 14 A-landsliðsleiki fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×