Segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 30. ágúst 2020 12:19 Kári segir ekki rétt að enginn hafi greinst með kórónuveiruna við seinni landamæraskimun. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Kári Stefánsson segir ekki rétt að enginn hafi greinst við seinni skimun eftir komuna til landsins. Þrír hafi greinst með veiruna í seinni skimun. Hann telur að ef seinni skimun verði hætt komi mánaðarlega upp ný bylgja smita. Frá 19. ágúst hafa ríflega sautján þúsund sýni verið tekin og þar af hafa sautján greinst með veiruna strax við komuna til landsins. Í gær greindi Ríkisútvarpið frá því að á þeim tíu dögum frá því að farið var að skima alla komufarþega tvisvar með fimm daga sóttkví á milli, hafi enginn greinst með veiruna í seinni skimun. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta ekki rétt. Þrír hafi greinst við seinni skimun. „Það er eitthvað bogið við fréttina. Í fyrsta lagi þá eru tíu dagar síðan nýja fyrirkomulagið var sett í gang. Það þýðir að það er búið að skima seinni skimun eingöngu þá sem komu fyrstu fimm dagana, vegna þess að þeir verða að vera í landinu fimm daga áður en þeir eru skimaðir. Þannig það á eftir að skima seinni skimun úr helming þeirra sem komu, eða þeim sem komu á helming þessa tíma,“ segir Kári og bætir við að af þeim sem hafi farið í seinni skimun hafi þrír reynst jákvæðir. Í frétt ríkisútvarpsins kemur fram að sóttvarnarráðstafanir á landamærum verði endurmetnar eftir helgi. „Það er sífellt verið að endurskoða það sem er gert, og það er alveg sjálfsagt. En það endurskoðar enginn eftir helgina í ljósi þessarar fréttar,“ segir Kári. Kári telur seinni skimun nauðsynlega. „Við erum búin að vera með seinni skimun í gangi töluvert lengi fyrir íbúa Íslands og þegar við vorum búin að skima átta þúsund þeirra þá vorum við búin að finna tvo einstaklinga sem voru mjög jákvæðir, með mikið magn af veiru, og hvor þeirra fyrir sig hefði getað komið af stað svipaðri bylgju og við erum búin að sjá upp á síðkastið.“ Reynslan hafi sýnt að aðeins einn sýktur einstaklingur sem kemur til landsins geti komið af stað bylgju. „Þannig ég held að valið liggi svolítið á milli þess að hafa seinni skimun og geta haldið atvinnuvegum innanlands gangandi, geta komið börnum í skóla, geta lifað tiltölulega eðlilegu menningarlífi annars vegar , eða sleppa svona seinni skimun og búa bara við afleiðingar þess. Það lítur út fyrir að það yrði svona mánaðarviss bylgja af þessari gerð.“ Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði í samtali við fréttastofu að það sé of snemmt að segja til um árangur seinni skimunar. Hún staðfesti jafnframt að tvö smit hefðu greinst við seinni skimun á landamærum frá 19. ágúst, en ekki þrjú líkt og Kári hefur sagt. Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.Mynd/Lögreglan
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira