„September hefst með látum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 11:35 Gular viðvaranir eru í gildi fyrir fimmtudag og föstudag. Mynd/Veðurstofa Ísland „September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður. Veður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
„September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan.
Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Veður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira