Búist við að Suga tilkynni um formannsframboð Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2020 07:55 Hinn 71 árs gamli Yoshihide Suga hefur gegnt embætti samhæfingarráðherra í ríkisstjórn Abe frá árinu 2012 og verið sem slíkur eitt helsta andlit stjórnarinnar. AP Fastlega er búist við að Yoshihide Suga, einn nánasti samstarfsmaður japanska forsætisráðherrans Shinzo Abe, muni í dag tilkynna um formannsframboð í Frjálslynda flokknum þar í landi. Næsti formaður flokksins mun jafnframt taka við forsætisráðherraembættinu af Abe sem tilkynnti óvænt um afsögn sína í síðustu viku vegna heilsubrests. Hinn 71 árs gamli Suga hefur gegnt embætti samhæfingarráðherra í ríkisstjórn Abe frá árinu 2012 og verið sem slíkur eitt helsta andlit stjórnarinnar. Hann hefur einnig gegnt þingmennsku frá árinu 1996. Suga nýtur mestrar vinsælda líklegra frambjóðenda innan flokksins og hefur nú þegar tryggt sér stuðning fimm flokksfélaga af sjö. Nafn varnarmálaráðherrans fyrrverandi, Shigery Ishiba, hefur einnig verið nefnt í vangaveltum um næsta formann Frjálslynda flokksins, sem og nafn utanríkisráðherrans fyrrverandi, Fumio Kishida. Kannanir hafa sýnt að Ishiba njóti mestrar vinsælda meðal almennings, en Suga innan sjálfs flokksins. Leiðtogakjör fer fram í Frjálslynda flokknum þann 14. september næstkomandi. Abe varð í síðasta mánuði þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Japans. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2012, en auk þess gegndi hann embættinu á árunum 2006 til 2007. Japan Tengdar fréttir Abe hættur Gert er ráð fyrir því að Shinzo Abe tilkynni um afsögn sína síðar í dag. 28. ágúst 2020 07:22 Orðinn þaulsætnasti forsætisráðherrann í sögu Japans Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, varð í dag þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Japans, sé litið til óslitinnar tíðar í embætti. 24. ágúst 2020 08:47 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Fastlega er búist við að Yoshihide Suga, einn nánasti samstarfsmaður japanska forsætisráðherrans Shinzo Abe, muni í dag tilkynna um formannsframboð í Frjálslynda flokknum þar í landi. Næsti formaður flokksins mun jafnframt taka við forsætisráðherraembættinu af Abe sem tilkynnti óvænt um afsögn sína í síðustu viku vegna heilsubrests. Hinn 71 árs gamli Suga hefur gegnt embætti samhæfingarráðherra í ríkisstjórn Abe frá árinu 2012 og verið sem slíkur eitt helsta andlit stjórnarinnar. Hann hefur einnig gegnt þingmennsku frá árinu 1996. Suga nýtur mestrar vinsælda líklegra frambjóðenda innan flokksins og hefur nú þegar tryggt sér stuðning fimm flokksfélaga af sjö. Nafn varnarmálaráðherrans fyrrverandi, Shigery Ishiba, hefur einnig verið nefnt í vangaveltum um næsta formann Frjálslynda flokksins, sem og nafn utanríkisráðherrans fyrrverandi, Fumio Kishida. Kannanir hafa sýnt að Ishiba njóti mestrar vinsælda meðal almennings, en Suga innan sjálfs flokksins. Leiðtogakjör fer fram í Frjálslynda flokknum þann 14. september næstkomandi. Abe varð í síðasta mánuði þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Japans. Hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2012, en auk þess gegndi hann embættinu á árunum 2006 til 2007.
Japan Tengdar fréttir Abe hættur Gert er ráð fyrir því að Shinzo Abe tilkynni um afsögn sína síðar í dag. 28. ágúst 2020 07:22 Orðinn þaulsætnasti forsætisráðherrann í sögu Japans Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, varð í dag þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Japans, sé litið til óslitinnar tíðar í embætti. 24. ágúst 2020 08:47 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Abe hættur Gert er ráð fyrir því að Shinzo Abe tilkynni um afsögn sína síðar í dag. 28. ágúst 2020 07:22
Orðinn þaulsætnasti forsætisráðherrann í sögu Japans Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, varð í dag þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu Japans, sé litið til óslitinnar tíðar í embætti. 24. ágúst 2020 08:47